Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 35
Að enduðu dagsverki enduðu flest opnu skipin ævina á sjávarkanibinum, þar sem þau voru dregin upp í síðasta skipti. Þannig fór um skipið Gcir úr Grindavík, síð- asta opna Grindavíkurskipið, sem hér sést á kambinuin iijá Stað. Tilraun hefur reyndar verið gerð til að hirða flakið svo að smíða megi það upp síðar, enda var Geir merkilegt skip og ekki annað til með því lagi, sem þar tiðkaöist. hreyfði þessu máli. En árið 1922 ritar Sveinbjörn Egilsson ritstjóri Ægis merka grein í blað sitt um málið. Birti hann og á næstu árum fleiri greinar í Ægi, þar sem hann hvetur til söfnunar sjóminja og undirbúnings að safni. Sveinbjörn mun fyrstur manna hafa notað orð- ið sjóminjasafn. Á árunum 1923-1927 skrifaði Kristján Bergsson, forseti Fiskifél- ags íslands, greinar um fiskminja- safn. Ætlaðist hann til þess, að fyrirhugað hús Fiskifélags Islands gæti hýst slíkt safn, a.m.k. um nokkurt skeið. Húsið var reist árið 1930, og stóð til að nota hluta efri hæðar þess undir sjóminjar, en af því varð ekki nema að mjög litlu leyti. Olli því bæði fjárskortur og almennt skilningsleysi á gildi slíks safns. Fiskifélagið eignaðist að vísu nokkra muni, en húsnæðið var brátt tekið til annarra nota. 2. Nú leið og beið þar til efnt var til samtaka um sjómannadag, sem há- tíðlegur skyldi haldinn ár hvert. Gekkst Sjómannadagsráð fyrir því, að í sambandi við sjómannadaginn 1939 var komið upp sjóminjasýn- ingu í Grænmetisskálanum svo- nefnda, sem þá var í byggingu. Er hér um að ræða hina fyrstu sýningu þessarar tegundar, sem efnt var til hér á landi. Þarna var komið fyrir þeim munum varðandi sjósókn, sem til voru í þjóðminjasafni og hjá Fiskifélagi Islands, en jafnframt var gripum á sýninguna safnað allvíða og nokkur skipalíkön fengin og önnur gerð sérstaklega í því skyni að sýna þau við þetta tækifæri. Sýning þessi þótti að mörgu tak- ast vel, þótt margt skorti, sem þar hefði þurft að vera. Var sýningin fjölsótt og stóð lengi. I sambandi við hana birtust greinar í blöðum um nauðsyn þess að koma upp sjóminjasafni. Var og sett á lagg- irnar að frumkvæði Sjómannadags- ráðs 5 manna safnnefnd, og varð Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður formaður hennar. Starfaði nefnd þessi nokkuð næstu árin, og á vegum Fiskifélags íslands ferðaðist Svinbjörn Egilsson um nærliggj- andi verstöðvar til að safna mun- um. Frá sýningu þessari og störfum fyrrgreindrar nefndar er nánar greint í Sjómannadagsblaðinu í fyrra, og vísast til þess. Næstu árin rituðu ýmsir um sjó- minjasafnsmálið og hvöttu til framkvæmda. Má þar einkum nefna Friðrik Halldórsson og Lúðvík Kristjánsson. Sumarið 1946 skoðaði höfundur þessarar greinar sjóminjasöfn á Norðurlöndum og flutti um þau efni tvö útvarpser- indi um haustið. Þriðja erindið fjallaði síðan um íslenzkt sjóminja- safn, og var þar gerð grein fyrir hugmyndum höfundar um það, hvernig slíkt safn skyldi upp byggt og hvað það þyrfti að geyma. En brýningar þessar báru lítinn árangur. Þó komst málið inn í alþingi, þar sem Hermann Guð- mundsson flutti þingsályktunartil- lögu þess efnis, að ríkisstjórninni yrði falið að hefja undirbúning að stofnun sjóminjasafns. Sú tillaga hlaut ekki afgreiðslu. Síðan varð furðulega hljótt um málið um nokkuð langt skeið. Það merkasta sem gerðist var í því fólgið að upp risu ýmis byggðasöfn, sem mörg hver hafa safnað munum og minj- um frá sjávarsíðunni, varðveita slíkt og hafa til sýnis eftir því sem húsrúm og aðrar aðstæður leyfa. Meðal þessara minja eru nokkrir bátar og skip. Þá hefur þjóðminja- vörður og haldið áfram eftir föng- um að bjarga merkum bátum og öðrum sjóminjum, en fjárskortur og húsnæðisskortur hefur mjög tor- veldað það verk. Meðal athyglis- verðra framkvæmda á þessu sviði er það framtak séra Jóns Guðjóns- sonar og annarra Akurnesinga, að kaupa kútter Sigurfara frá Færeyj- um til varðveizlu og sýnis á Akra- nesi. En um hina stóru hugmynd, veglegt sjóminjasafn fyrir landið allt, var furðulega hljótt um nokkuð langt skeið, þar til nú hin síðustu missiri, að málið hefur verið vakið upp að nýju og er nú að komast á nokkurn rekspöl. Er þess að vænta, að héðan af verði allfast á eftir fylgt, og hinn gamli draumur um að fiskveiði- og siglingaþjóðin ís- lenzka eignist alhliða og veglegt sjóminjasafn, verði brátt að veru- leika. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.