Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 49
um og það var komið fram í desem- bermánuð, þegar við fengum loks fyrirmæli um að sigla til Florida í Bandaríkjunum. Ferðin vestur yfír hafið gekk mjög vel, er líklega ein skemmtileg- asta sjóferð sem ég hefi farið. Við hófum siglinguna með því að sigla suður með undan norðlægum vindi. Sigldum við þannig í viku tíma og þegar við komum á móts við Kanaríeyjar, komum við í stað- vindinn, sem flutti okkur alla leið til Florida. Ég sá eyjuna Madera útvið hafsbrún. Þar var stefnan sett vestur og tók ferðin þrjár vikur og aldrei þurfti að hreyfa segl á þessum tíma. Það voru bara ráseglin, sem notuð voru, enda var vindurinn beint á eftir. Vindurinn var stöðugur og breytt- ist ekki meira en eitt til tvö strik og við hreyfðum bara brasana öðru hverju, annað þurfti ekki að hyggja að seglum á þessari löngu leið. — Það eina sem angraði okkur, var hitinn. Ekki var unnt að sofa niðri í lúkar og við sváfum því í hengikojum uppi á þilfari. Stund- um kom steypiregn, en þá stungum við okkur niður undir þiljur á með- an, því regnið stóð sjaldan lengi. Mestur vandinn var líklega sá að brenna ekki fæturnar á dekkinu, sem var glóandi heitt. Við höfðum orðið okkur úti um fléttuskó, sem við keyptum í Portúgal og þeir hlífðu vel. Þetta var því yndislegur tími. Ég man enn, að ég sat uppi heilu næturnar og saumaði segl meðan skipið barst með ljúfum byr vestur yfir hafið. Ég held að þetta sé einhver indælasta sjóferð, sem ég hefi farið um mína daga. IV Við tókum land á Florida. Við fórum til hafnar í Jacksonwille í Florida, sem stendur við fljót eitt, nokkrar mílur inni í landi. Þangað vorum við dregnir af dráttarbáti, en við áttum að lesta rauðvið til Spánar. Það dró nokkuð til tíðinda með- an við vorum í höfn. Endaði það með því að þrír menn gengu af skipinu, með aðstoð bandaríska sjó- mannafélagsins. Þeir voru óánægð- ir með viðgjörninginn á skipinu. Fengum við þrjá menn í staðinn, en þeir voru atvinnulausir og ný- komnir úr stríðinu. Einn þeirra var negri, sem var kokkur. Byrjað var á því við komuna til Bandaríkjanna að „svæla okkur út“. Fengum við brennisteinshylki, sem kveikt var í niðri í skipinu og reykurinn átti að drepa allar hugs- anlegar pöddur og bakteríur. Þetta tók heilan dag, en svo gátum við farið upp að bryggju og byrjað að lesta. Lestin var fyllt og talsvert var einnig sett á þilfarið. En eins og ferðin var ljúf í staðvindnum vestur yfir Atlants- hafið, var sú váleg sem fyrir hönd- um var, ferðin austuryfir. Nú gát- FARARBROÐDI Vér viljum vekja athygli á því, að Rolls-Royce veita skiptiþjónustu, þannig, að eigendur Rolls-Royce bátavéla geta fengið nýja uppgerða vél í skiptum fyrir þá gömlu. - Uppgerðu vélinni fylgir ábyrgð, og er sem ný. EINKAUMBOÐSMENN: ROLLS-RDYCE Diesels STEINAVÖR H.F. Tryggvagötu 4 - Reykjavík - Sími:27755 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.