Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 65

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 65
ásamt Þorsteini Þorsteinssyni, en þeir störfuðu saman að flestum málum. Reistu fiskhús. Ekki höfðu þeir félagar miklum fjármunum úr að spila, en upphaf- ið var það, að Þorvaldur reisti skúrbyggingu, þar sem nú stendur hraðfrystihús kaupfélagsins og þar saltaði hann fisk næsta sumar á eftir. Sumarið eftir reistu þeir fél- agar annað hús og síðar þrær undir lýsi. Var lýsið látið renna og það veitt ofan af lifrarkösinni, og selt Höfnerverzlun á Akureyri. Bæjarbúar höfðu misjafnan skilning og misjöfn viðhorf til þess- ara frumherja, en samt fór það svo, að fleiri sigldu í kjölfarið og verður þetta því að teljast upphaf nútíma fiskiðnaðar í Ólafsfirði. Þessi tilraun var síður en svo auðveld í framkvæmd og örðug- leikarnir voru miklir. í raun og veru var ekki aðstaða tii fullverkun- ar fyrsta árið og var fiskurinn seld- ur burtu til fullnaðarverkunar, en árið þar á eftir tók Þorkell Þor- steinsson hreppstjóri að sér fiskmat og þá gat fullverkun hafist á Ólafs- firði. Báru fiskinn á bakinu. I þá daga -voru aðstæður allar frumstæðar, að ekki sé dýpra tekið í árinni. Það þurfti að bera allan fisk á bakinu vestur á kamb til vinnslu, en úr þessu var síðar bætt með járnbrautarteinum og handvögn- um, eins og víða tíðkaðist hér á landi á þessum árum. Var þá unnt að aka fiskinum á vögnum, en að því var augljóst hagræði. Þeir Þorvaldur Friðfinnsson og Þorsteinn Þorsteinsson beittu sér síðar fyrir því að hér var stofnað fisksölusamlag og eins fyrir því að stofnuð var lifrarbræðsla og var fenginn til Ólafsfjarðar norskur lifrarbræðslumaður til þess að bræða lifrina. Þannig færðist at- vinnan við fiskinn smám saman heim í byggðarlagið. Hafnarskilyrði voru erfið á Magnús Gamaielsson, útgerðarmaður og fiskiðnrekandi á Ólafsfirði. Ólafsfirði, þá einsog nú. Hafaldan á greiða leið í fjörðinn. Þá voru engar bryggjur í Ólafsfirði, nema á sumrin, þá voru settar út svonefnd- ar búkkabryggjur, sem settar voru fram á vorin og síðan voru þær teknar upp á haustin. Það var því snemma farið að hugleiða varan- lega bryggjugerð. Var á þessum árum hafist handa um gerða var- anlegra hafnarmannvirkja og Sveinbjörn Jónsson (í Ofnasmiðj- unni) var tæknilegur ráðunautur við bryggjusmíðina. Þótti mikill fengur að þessum fyrsta áfanga í gerð varanlegrar hafnar 1 Ólafsfirði og var aðstöðumunurinn nú aug- ljós. Framvindan úr því er síðan öllum kunn. Ólafsfjörður býr orðið við svipuð skilyrði og atvinnulif og aðrir útgerðarbæir á Norðurlandi, þótt ef til vill sé aðstaðan hér ennþá erfiðari en víða annarsstað- ar, vegna hafnarskilyrða. Höfnin lokast í slæmum veðrum, en við því er líklega fátt hægt að gjöra. Jón vélsmiður. Þegar minnst er frumherjanna, þeirra er færðu fiskvinnsluna heim í fjörðinn og þá um leið atvinnuna, er naumast unnt að ganga framhjá Jóni Magnússyni, vélsmið án þess að nefna nafn hans. Jón var lands- kunnur maður meðal sjómanna fyrir lagni sína og smíðar. Hann annaðist við erfiðar aðstæður nær allt viðhald á vélbúnaði bátanna og gat ávallt haldið vélunum gang- andi. Án hans hefði útgerð í Ólafsfirði átt í meiri örðugleikum en raun varð á og voru þó ærnir fyrir. Þegar málin eru skoðuð í kyrrþey og þau íhuguð vandlega, verður það einkum og sér í lagi athyglis- vert, að það tók í raun og veru ekki nema tvö til þrjú ár fyrir Ólafsfirð- inga að taka fiskverkunarmálin í sínar hendur. Það varð eiginlega stökkbreyting í byggðaþróun Ólafs- fjarðar. Breytingin varð líka auðsæ. Atvinnulíf blómgaðist og kom í staðinn fyrir langvinnt atvinnuleysi og skort á öllum sviðum. Fólkið fékk nú öruggar tekjur af sjávarafia og fjármagnið rann ekki lengur óstöðvandi yfir í nágrannabyggðar- lögin. Lífsstíllinn breyttist, menn fengu nýtt yfirbragð, ný kjör og sjálfstraust. Hús risu af grunni. Bæjarfélagið stækkaði og opinber þjónusta batnaði. Ólafsfjörður er nú óþekkjanlegur bær frá því sem var og þar er frumherjunum fyrir að þakka, þeim er stigu fyrstu spor- in á þeirri leið er farin var, segja þeir Magnús Gamalielsson, útgerð- armaður og William Þorsteinsson að lokum. Að síðustu má geta þess, að William Þorsteinsson, bátasmiður er fæddur að Ósbrekku í Ólafsfirði 29. júní 1897 og hefur búið hér síðan. Hann fór til sjós með föður sínum 13 ára að aldri og hóf útgerð með honum árið 1921. Varð síðar kunnur bátasmiður í Ólafsfirði. Magnús Gamalielsson, útgerðar- maður er Fljótamaður, fæddur 7. okt. 1899 að Hraunum í Austur- Fljótum, en fiuttist til Ólafsfjarðar árið 1915 og hefur búið hér síðan. Hann hóf strax útgerð og rekur nú myndarlegt útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki í Ólafsfirði. Árni E. Gunnl. M. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.