Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 31
firði, en það var þó örðugt um vik, því húsnæðisskortur var tilfinnan- legur. Það verður því að teljast merkur áfangi í byggð Hafnarfjarðar, á hvern hátt brugðist var við húsnæð- isvandanum. Þeir Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson lánuðu efnilegum mönn- um mönnum, sem hjá þeim störf- uðu, húsavið og annað efni til þess að koma sér upp litlum, járnvörðum húsum í hrauninu. Þeir greiddu síð- an andvirði húsanna með vinnu sinni í þágu útgerðanna. Með þessu móti komst viss skipan á húsnæðis- málin. Leiguokur, sem er oft fylgi- fiskur húsnæðisvandræða, varð ekki í Hafnarfirði. Menn bjuggu í einbýli flestir; undir sínu eigin þaki, og þessi hús sem tóku við af torfbæj- unum eru enn víða uppi standandi í Hafnarfirði og þykja nú til mikill- ar prýði. Andstæðuna sjá menn svo í Norð- urbænum, þar sem ýtuvinna er fyrsti áfangi bygginga. Hraunið sléttað og húsin svo reist á flat- lendi. Það hefur líka sína kosti, en er tæpast eins sérkennilegt og gamla byggðin í hrauninu. Landshættir eru þannig í Hafnar- firði að sjósókn hefur ávallt verið undirstaðan, þó landbúnaður hafi líka verið stundaður þar og að sjálf- sögð verslun allt frá öndverðu, enda heimildir um hana í Islendingasög- unum. Upp úr miðri 19. öld hófst þil- skipaútgerð frá Hafnarfirði eftir nokkurt hlé. Skipstjórar á þessum skútum voru yfirleitt erlendir menn, en 15—20 hásetar voru frá Islandi, úr Hafnarfirði og nálægum sveitum. Þessir sjómenn þóttu mestu garpar við fiskdráttinn. Hásetarnir fengu helming þess afla sem þeir drógu, eða húsbændur þeirra. Þessir menn voru af öllum aldri og þeir yngstu nýlega fermdir. Til eru ýmsar heimildir um skútuútgerðina frá þessum árum. Uthaldsdagar voru tiltölulega fáir, miðað við það sem síðar varð. Skip- in fóru ekki af stað til veiða fyrr en um miðjan mars og voru veiðarnar stundaðar í Faxaflóa og í Miðnessjó og veiðar stundaðar til loka, en þá fóru flestir sjómennirnir heim til sín, því þeir voru sveitamenn, sem réru á vetrarvertíð, en hurfu síðan til bústarfa. Var oft örðugt að fá menn í þeirra stað, vegna þess að fiskur varð oft tregur og smár um þetta leyti í Faxabugt, en þar var venjulega verið við veiðar fram undir Jónsmessu. Stærri skipin héldu síðan til Vestfjarða, í „Vesturlandstúra,“ en komu heim í endaðan ágústmánuð, en þá var veiðum hætt það árið. Skipunum var lagt í grófir, eða við akkeri og þau búin undir vertíðina sem hófst ekki fyrr en í mars á næsta ári. Á síðasta áratug 19. aldar var sóknin þó orðin harðari hjá Hafn- firðingum og öðrum skútumönnum við Faxaflóa. Lýsir Sigurður Skúla- son úthaldinu eins og það var um 1890 í Hafnarfirði á þessa leið: „Eftir að þilskipaveiðar Hafnfirð- inga voru komnar í ákveðið horf um 1890, tóku þeir að sækja austur með landi til Selvogsbanka, Eyrar- bakka-„bugtar“ og á Vestmanna- eyjamið, en einnig var þá siglt úr Hafnarfirði norður fyrir land. Venjulega byrjuðu kútteraveiðar 1. marz fyrir sunnan land. Var þá oft- ast verið að heiman í hálfan mánuð og stundum þriggja vikna tíma. Skipshöfnin var 25—30 manns eftir stærð skipsins. Skipstjórar og stýri- menn voru íslenzkir. Vökum var skipt með sama hætti og áður hefir verið getið í sambandi við þilskipa- veiðar um 1865. Um vetrarvertíðar- lok (11. maí) var staldrað við í Hafnarfirði nálega vikutíma, og voru skipin þá venjulega hreinsuð og jafnframt var skipt um menn að nokkuru leyti, því að sumir háset- arnir voru ekki ráðnir nema um vetrarvertíðina. Eftir lokin var siglt vestur fyrir land og fiskað þar fram að Jónsmessu; var það nefnt vortúr. Um Jónsmessuleytið var skipunum haldið heim til Hafnarfjarðar, og voru þau þá hreinsuð um botninn, enda gengu þau þá venjulega eigi orðið fyrir slýi. Að þessu loknu var siglt norður fyrir land, og hét sú ferð „miðsumarstúr“. Var þá fiskað úti fyrir Vesturlandi og á Húnaflóa. Þegar komið var heim úr þessari för, venjulega í ágústmánuði, var S JÓMANN ADAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.