Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 65

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 65
EYGLÓ JÓNSDÓTTIR: „KÚTTER BJORGVIN ENDURMINNINGAR RITGERÐ ÞESSI HLAUT VIÐURKENNINGU í RITGERÐASAMKEPPNI SJÓMANNADAGSRÁÐS. Er það ekki undarlegt, að eftir því sem ég verð eldri, fer ég að hugsa meira aftur í tímann til barn- æsku minnar. Hann pabbi minn var á sjónum, en hann pabbi minn var nú líka alveg sérstakur. Mér er sagt að aðrir pabbar séu það líka, en ég á bágt með að trúa því. Það var tekin ljósmynd af pabba mínum og skútufélögum hans um aldamótin. Myndin er orðin ónýt fyrir áratugum. Það þolir það engbi ljósmynd að vera kysst kvölds og morgna af sex bömum. Ég þekkti líka suma mennina, sem voru á myndinni með honurn og börnin þeirra, því að þeir bjuggu í nágrenni við okkur í Vesturbæn- um. Hann pabbi minn Jón Jónsson, Stóra-Skipholti sleit bamsskón- um á Álftanesinu á öldinni sem leið. Hann var oft sendur að Bessa- stöðum að kaupa nýjan fisk í soðið. Þá bjuggu þar skáldið Grímur Thomsen og Jakobína kona hans. Grímur var mikill útvegsbóndi. I hvert sinn sem pabbi kom að Bessa- stöðum vék frú Jakobína að hon- um bita. Ef hún var vant við látin, sagði hún við stúlkurnar: „Munið eftir að gera drengnum gott.“ Þessu gleymdi pabbi ekki, og honum sárn- aði ef einhver hallmælti frú Jakob- ínu, hann sagði það óverðskuldað. Fermingardagurinn í Bessastaða- kirkju var honum minnisstæður. — Svo komu unglingsárin. Flutt var til Reykjavíkur og það var sjórinn sem heillaði. Um haustið árið 1900 frétti pabbi að Kristinn Magnússon frá Engey væri að koma heim með nýja skútu frá Englandi, sem þeir festu kaup á þrír í félagi. Skútan hlaut nafnið „Kútter Björgvin". Heppnin var með pabba, hann fékk skiprúm. Fyrsta skipshöfnin er skráð á „Kútter Björgvin11 18. febrúar 1901. En það ár er íbúafjöldi Reykjavíkur 6682. Það voru 24 menn sem voru skráðir í þessa fyrstu ferð á „Kútter Björgvin“. Sumir voru aðeins stutt- an tíma, en aðrir bættust í skörðin, og þá myndaðist kjarni sem batzt vináttuböndum. Árið 1902 var svo áðurnefnd ljósmynd tekin af skips- höfninni. Þar eru þeir 24 talsins. Svona hópur manna, sem býr saman á eins konar heimili um lang- an tíma, hlýtur að kynnast mjög vel. Það myndast ákveðnar reglur og siðvenjur til að fara eftir. Góður félagslegur andi mun vera ríkjandi þegar svo vel tekst til, sem raun ber vitni um að var á „Kútter Björgvin.“ Sú vinátta sem tókst með þeim skútufélögunum hélst ævilangt. „Kútter Björgvin“ var mikið happaskip, sem aldrei missti mann. Á mínu heimili var talað um hann sem einn úr fjölskyldunni. Einn bróðir minn var meira að segja lát- inn heita Björgvin. Það var ekki einsdæmi, því fleiri skipsmenn komu upp nafni hans. Fyrsti skipstjórinn á „Kútter Björgvin" var Kristinn Magnússon, sem kenndur var við Engey. Næst var Olafur Teitsson og þá Ellert Schram. Mér fannst alltaf jafn hrífandi, þegar pabbi sagði frá ævintýrunum af sjónum. Svo eignaðist ég syni og þegar pabbi kom í heimsókn til okkar, fékk hann varla tíma til þess S JÓMA NNADAQSBLAÐIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.