Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 69
gisti ævinlega hjá okkur þegar hann dvaldi í Reykjavík. Eftir að pabbi hætti á sjónum og fór að starfa í landi, eignaðist hann árabát. Mína fyrstu sjóferð fór ég með honum til þess að vitja um rauðmaganet út undir Gróttu. Til- hlökkunin var mikil, en loks var haldið af stað. Eldri bræður mínir hjálpuðu til við róðurinn, en ég fékk að stýra. Næsta sjóferð sem mér er minnis- stæð er í sambandi við lystiskip eða skemmtiferðaskip, eins og þau eru nú nefnd. Það gengu bátar frá Steinbryggjunni, sem fóru með fólk kringum þessi skip, en það kostaði 25 aura. Okkur krakkana langaði svo mikið til þess að komast þetta, en við áttum enga peninga. Þá var að finna ráð. Við hittum mann nokkurn vestur í Selsvör, hann átti bát og féllst á að lána okkur hann. Svo var lagt af stað úr Selsvörinni með hón af krökkum. Við urðum að krækia fyrir Örfirisey, en það hefði ekkert gert til ef báturinn hefði ekki lekið svona mikið. Tveir krakkar voru stanslaust við að ausa, og var skiptst á. Við fórum hringmn í kringum tvö lystiskin. sem voru á ytri höfninni. Einhverjir góðhjartaðir farþegar hentu sælgæti niður í bátinn til okkar. Það varð að ráði að róa unp að Steinbrygsi- unni og láta nokkra minnstu krakk- ana þar i land. svo að þeir gætu gengið heim til sín, ég var í þeim hópi. Sem barn að aldri fékk ég bá hugmynd. án þess þó að hafa ör- ugga heimild fyrir henni. að nafnið Biörgvin sé komið frá beim fagra fiskimannabæ Biörgvin í Noregi, og þangað hafði mig lengi dreymt um að komast. Svo var bað um Jóns- messuna sumarið 1967 að sá draum- ur rættist. Björgvin er sérkennileg borg. undirlendi er afar lítið. en mörg húsin standa udd í fiallshlíðunum og bratt upn að beim. Skógurinn vex udd á efstu fjallatoDDa. í nvia borgarhlutanum eru byggð háhýsi og eiga þau rétt á sér þar sem landrýmið er svona lítið. Björgvin er mjög fögur borg með á annað hundrað þúsund íbúa. Tíminn er fljótur að líða, nú eru níu ár síðan þetta var. Það gladdi mig mikið þegar ég sá auglýsta þessa „Ritgerðasam- keppni“, því ég er viss um að ýmis- legt kemur þar fram, sem annars hefði glatast. Það er nú svo með okkur börnin þessara svonefndu „skútukarla", að raddir okkar eru bráðum þagnaðar. Eg hef tekið saman það helsta sem ég veit um „Kútter Björgvin". ..KÚTTER BJÖRGVIN“. Haustið 1900 fór Kristinn Magn- ússon til Englands og festi þar kaup á myndarlegum kútter er þeir keyptu í félagi þrír saman. Þeir nefndu skipið ,,Björgvin“, og var Kristinn með það í fjögur ár. Kristinn var fæddur 24. nóvem- ber 1873 í Reykjavík, líklega á Skálarústum þeirra landnámsbjóna Hallveigar Fróðadóttur og Ingólfs Arnarsonar. Skúli fógeti setti þar á stofn „Ullarstofu Innréttinganna" og það var hann sem fyrstur beitti sér fyrir skipulegri útgerð á íslandi. Kristinn fór í fóstur til frænda síns og nafna, skipasmiðsins í Engey o« þess vegna var hann kenndur við hana. Hann var einn af þeim sex nemendum sem fyrstir brautskráð- ust frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík í aprílmánuði 1893. Kristinn hélt tryggð við fæðingar- stað sinn og reisti hann þar síðar húsið Uppsali. I „Sjómannasögu“ eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, sem Isafoldarprent- smiðja gaf út 1945, eru myndir af ýmsum gerðum skipa, þar á meðal er mynd af einum kútter á bls. 48, það er „Kútter Björgvin“. Myndin er góð og greinilega sjást einkenn- isstafirnir, R.E. 18, á stórseglinu. Rúmmál skútunnar var talið 89 47/100 smálestir. Fyrsta skipshafnarskráin er frá 18/2 1901, hún er til í Þjóðskjala- safninu. Til er ljósmynd af skipshöfninni frá árinu 1902. Örugg vitneskja er um nöfn, aldur og fæðingarstað allra mannanna, nema tveggja. Enn- þá getur sennilega einhver upplýst okkur um hverjir þeir eru. í viðtali sem Gils Guðmundsson alþingismaður átti við Kristinn Magnússon skipstjóra og nefnist ,.Frá Skútuöld;nni“ og birtist í bók- inni „Fólkið í landinu“, útgefin af Menningar- og fræðslusambandi al- þýðu 1951, segir Kristinn á bls. 196, orðrétt: „Kútter Björgvin“ er enn til í Færeyjum og ber sitt gamla nafn. Kom hann hingað síðast í fyrra og þótti mér gaman að sjá bennan fornkunningja minn, sem ber ellina furðu vel.“ Þegar komið verður udp sjó- minjasafni er ekki ólíklegt að þar verði eitt þilskip. Að siálfsögðu hef ég mestan áhuga á „Kútter Björg- vin“, sem sennilega er ennþá til í Færeyjum. S JÓM ANNADAGSBLAÐIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.