Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 71
BÁRÐUR JAKOBSSON: AlllR ílTT Grein þessi hlaut yiðurkenningu í ritgerðasamkeppni Sjómannadagsráðs. Bárður Jakobsson. I. Það hefur ekki verið löngu eftir að ég komst að raun um það, að ekki er af fjallsbrún hægt að pota með priki í nefið á karlinum í tunglinu, sem ég setti saman rollu eina. Þar bar ég saman aðbúð og ævikjör sjómanna og þeirra er fast land hafa jafnan undir fótum, og taldi sjómenn bera þar skarðan hlut frá borði. Ég var meira að segja svo ósvífinn að drepa þarna á það, sem þá voru nýjungar, en munu nú teljast sjálfsagðir hlutir. Þessi framhleypni mín hafði tvennar afleiðingar (raunar fleiri), sem komu mér á óvart. Annað var að vinir mínir úr sjó- mannastétt hlógu og heldur kald- ranalega að hugmyndum mínum og kölluðu draumsýnir. Hitt var að tveir göfugir og gegn- ir og hálærðir menn, sem hvorugur mun reyndar hafa þekkt sjó- mennsku nema af annarra sögn, veittust nokkuð að mér fyrir spjall- ið. Auðvitað svaraði ég engu af þessu. Mér fannst það þá út í hött — og finnst enn. Mín skoðun var að öll aðbúð og aðstaða sjómanna sé svo mun vosmeiri, erfiðari og hættulegri heldur en þeirra, sem landvinnu stunda, að þar eigi nán- ast varla heima neinn verulegur samanburður. Þetta eru tveir ólíkir heimar og um kosti þeirra og galla má auðvitað endalaust ræða og deila. Staðreyndin er þó sú, að engin stétt manna á við eins erfið og and- stæð kjör að búa og sjómannastétt- in í heild. Margt hefur oft og lengi verið um þetta rætt og ritað, en skoðun mín í þessu efni er óbreytt enn í dag. Því miður hefur í aldanna rás verið færra gert fyrir sjómenn, og verður að sjálfsögðu að telja að- standendur þeirra með í þeim hópi, heldur en vert hefði verið og raun- ar skylt. Sitthvað hefur þó áunnist hér- lendis og erlendis þótt hægt hafi farið, en því miður hefur sjómanna- stéttin sjálf sjaldan verið þar óskipt að verki. Hörkumenn að dugnaði og með stálvilja hafa barist fyrir málefnum sjómanna og stundum komið mörgu góðu til leiðar. Ég rek hér engin sérstök dæmi t. d. í tækniframför- um á landi og sjó, blaðaútgáfu og þá ekki síst dvalarheimili aldraðra aldraðra sjómanna, stórvirki, sem ég spái að eigi mikla framtíð fyrir sér. Annað mál er það, að aðstoðar- laust hafa sjómenn sem stétt ekki unnið að þessum málum, enda hvorki fjölmennir né ríkir, en hug- myndir og forusta hefur jafnan ver- ið þeirra. Það sem gerst hefur í raun og veru er það, að mönnum er æ betur að skiljast að íslendingar eru ey- þjóð og lifa af starfi sjómanna. Al- þjóð manna hefur skilið þetta þótt það hafi ekki alltaf verið haft hátt um það, og tekið undir það nauð- synjamál að bæta kjör sjómanna. Menn vita nú vel að hafið er heim- ur Islendinga og líf, og vilji þessi þjóð halda lífi sínu og sjálfstæði þá verður að sinna þeim málum betur og fastar en verið hefur. Annars hefur þetta mál verið SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.