Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 75
farskipa væri þjóðin þeim háð, sem yfir þeim kosti réði, og hún hefur stundum verið það í alltof miklum mæli. Hvað framtíðin kann að geyma í þessu efni er ekki gott að segja, það er erfitt að spá í þær eyður, en flutningar á sjó verða ís- lendingum nauðsyn meðan þetta land er byggt. Það má taka það fram hér, að margir telja flug geta komið í stað flota og það er að vissu rétt. En þá er á hitt að líta, að í raun og veru eru flugmenn líka farmenn, þótt með öðrum hætti sé en á sjó. Þarna er fremur um efnismun að ræða heldur en eðlismun, eins og flug- maður komst að orði við mig. Eg sleppi að ræða þetta frekar, enda vart innan ramma efnisins. V. Einn þátt sjómennskunnar, starfs- ins og hverja þýðingu það hefur verður að taka hér með, en þar á ég við landhelgisgæsluna. Það vita allir að það verður að halda uppi löggæslu á landi, en hve margir hugsa um það, hversu gífurlegt átak þarf til þess að halda uppi löggæslu á sjó svo vel sé. Eitt sinn var sagt, að það væri tiltölulega auðvelt að fást við erlenda veiðiþjófa og þá var um þriggja mílna landhelgi að ræða. Hvað mun nú þegar og ef landhelgin stækkar? Þeir sem þess- um störfum sinna eru að vísu öðru- vísi settir heldur en fiskimenn og farmenn, en starf þeirra er allt að einu lífsnauðsyn. Löggæslulaust ríki á landi eða sjó getur ekki staðist. Þótt einkennilegt sé, þá virðast kon- ur vita þetta jafnvel betur mönn- um sínum, enda hafa þær nýverið haft sig nokkuð í frammi í þessu efni, boðið mönnum sem varla vita hvað sjór er nema að nafni, að velt- ast í misjöfnum veðrum við ákveðin störf hér við strendur landsins. Þetta var og er að sjálfsögðu vel- komið og ekki aðeins það, mér finnst konurnar hafa gengið þarna fullskammt. Það ætti sem sé að vera þegn- skylda fyrir hvert einasta ungmenni að kynnast sjómannslífi í einhverri mynd. Það getur aldrei neinn haft nema gott af því að kynnast sjó- mennsku og sjómannslífi, þótt ekki þurfi þar að vera um ævistarf að ræða. Að auki mundu slíkir menn jafnvel skilja þá betur hvar skórinn kreppir, og hverjum ber að launa og á hverju íslenska þjóðin lifir í raun og veru, þótt hér með sé ekki verið að hallmæla neinu sérstöku né heldur draga gildi þess í efa — svo langt sem það nær. Það er að- eins verið að benda á gildi hafsins í kringum landið og líf og starf þeirra manna, sem vinna á þeim vettvangi og óska þess að sú þjóð, sem lifir af starfi hins tiltölulega litla hluta þjóðarinnar, sem starfið stundar, skilji það og meti eins og vert væri og vera ber. VI. Ég hefi hér að framan aðeins drepið á fátt eitt af því, sem mestu skiptir um starf sjómannsins fyrir þjóðlífið, og þó sleppt öðru, sem verulegu skiptir, en það er hin upp- eldislega og sálræna hlið málsins. Nú er það svo, að hver sá sem stundar sjó, jafnvel þótt óbeint sé, og á ég þar við konur og landverka- fólk, þekkir sína hnúta best. Það er ógerlegt nema í löngu máli að gera hverjum einstökum þætti skil og verður meira að segja að sleppa ýmsu, t. d. fiskirækt og markaðs- möguleikum og ýmsu slíku löngu og flóknu. Þeir sem vilja og hafa getu til, mega hugleiða öll þessi mál í góðu tómi, og það hlýtur að verða hverjum manni Ijóst, að án starfs sjómannsins beint og óbeint getur íslenska þjóðin ekki lifað. Fyrir tvö þúsund árum var uppi hershöfðingi og heldur lítill sjómað- ur, sem lét sér þau orð um munn fara að það væri nauðsynlegt að sigla en ekki að lifa. Ef þessi maður hefði verið eins í sveit settur og Islendingar, þá hefði hann líklega orðað þetta nokkuð öðruvísi, t. d.: Það verður að sigla ef það á að lifa. Sé starf sjómannsins svona mikils virði fyrir eina þjóð að hún geti ekki lifað án þess, þá vaknar óneitanlega spurning um bað með hverju hún hafi verðlaunað starfið. Svarið er einfalt og næstum óhugn- anlegt: Það er ekki nóg með að íslenskir sjómenn hafi engin verðlaun hlotið, heldur hefur næst- um verið horft blóðugum augum eftir hverri beirri kjarabót, sem þeir hafa nælt sér í og oft með erfiðis- munum. Skiljanlega eru félagslegar ástæður fyrir þessu engu síður en SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.