Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 4
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sjómannadagsblaðið kemur út á Sjómannadaginn ár hvert og er sent í pósti til áskrifenda. Áskrift í síma (91)-38465. Verð kr. 450,00,- ÚTGEFANDI: Sjómannadagsráð Hrafnistu DAS Laugarási, 104 Reykjavík. RITSTJÓRAR: Garðar Þorsteinsson ábm. Ásgeir Jakobsson. RITNEFND: Ólafur K. Björnsson, Hörður Þór Hallsson, Guðmundur Ólafsson. SETNING/PRENTVINNSLA: G. Ben. prentstofa hf. Sendum öllum íslenskum sjómönnum og fiksvinnslufólki um land allt okkar. Bestu kveöjur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna LIFS NAUÐSYN - EKKERT MINNA Þegar gamla verðlagskerfið sprakk eftir 1982, og við blasti, sem löngu var þó vitað, að frystivinnslan var ekki samkeppnisfær við erlenda markaði, þá hefðu stjórnvöld átt að snúa sér að því af fullum krafti að hjálpa frysti- vinnslunni til að endurhæfa sig til arðbærari vinnslu, en í stað þess var gífurlegu fjármagni varið til að treysta þá hengingaról, sem vinnslan var með um hálsinn, með því að lengja lánabyrði. Með þeim vöxtum, sem um var að ræða, gátu skuldug fyrirtæki ekki rétt úr kútnum með framlengingu lána. Þá kom og meira til álita en raun varð á, hvar þyrfti að stokka upp. Fiskveiðiþjóð þarf fiskvinnslu í landi sínu, og hana öfluga. Það er lífshags- munamál fyrir þjóðina að fiskvinnslan í landinu verði arðbær. En það kemst ekki í lag á okkar frystivinnslu nema sjómenn setji hnefann í borðið og heimti íslenzka fiskvinnslu, sem geti greitt markaðsverð fyrir fisk og gott kaup í vinnslunni. Nú eru allar aðstæður hagstæðar breytingum til fullvinnslu fisks á neytenda- borð, en á því vinnslustigi fæst ágóðinn, en aldrei á gamla beinhreinsunarstiginu. Ef sjómenn þrýsta ekki á vinnslukerfið með kröfur sínar um markaðsverð á fiski, helzt sleifarlagið. Það er ekki fjandskapur við fiskvinnslufólk að krefjast arðbærari vinnslu. Þvert á móti, þá heldur geta fyrirtækin greitt hærra kaup, en það hefur verið eins um það og fiskverðið að fiskvinnslufólk er á lágmarkskaupi. Það á ekki að vernda fisk- vinnsluna til að hjakka í gömlu fari með lág laun og lágt fiskverð. Sjómannastétt sú, sem alin var upp í Kreppunni, og lifað hafði undir þeim viðjum og höftum, sem menn töldu sér trú um að nauðsynleg væru, og mundu frystivinnsluna sem bjargvætt á hallærismarkaðstíma og þorskastríðum, tóku ekki í mál að hrófla við kerfinu. Svo varð frystivinnslan dragbítur á fiskveiðarnar. Þegar Guðmundur Jörundsson flutti 1960 erindi, þar sem hann benti á þá staðreynd að markaðsverð í Englandi væri kr. 7,- að meðaltali á þeim fisktegund- um, sem við veiddum mest af, en kr. 2.32 hér heima, þá hrukku sárafáir við. Þegar ég fór að kynna mér þessi mál 10 árum síðar, var ástandið hið sama, verðlagsráð skaffaði fiskvinnslunni fiskinn á þriðjungi eða þegar bezt lét helmingi markað- sverðs. Það var að berja höfðinu við stein að halda því fram að frystivinnsla okkar væri óhagkvæm, og sú verðmætisaukning, sem menn héldu vera, byggðist á því að kaupa fiskinn á hálfvirði eða minna. Þannig „tvöfaldaðist" verðmætið í vinnslunni ár eftir ár var flutt með andagt í útvarpi og feitletrað í blöðum: „Frystiiðnaðurinn hefur aukið útflutningsverðmæti fisks um 100%, (stundum 120%). Meðan almenningur trúði þessu og reyndar sjómannastéttin þýddi ekkert nöld- ur úr einum og einum manni. Það þurfti nýja kynslóð sjómanna til að sjá í gegnum blekkingarvefinn og rjúfa kerfið. En Adam var ekki lengi í Paradís. Það tók stjórnvöld ekki nema tvö ár eða svo að finna ráð til að koma á nýjum viðjum. Og það var, að í stað verðákvörðunar stjórnvalda, skyldu menn sektaðir með aflaskerðingu fyrir að selja á beztu markaðina. Það er allt útlit fyrir, að sú sjómannastétt, sem sprengdi verðlagskerfi stjórnvalda, ætli að sætta sig við þetta nýja kerfi, og þá verður gangurinn sá, eins og undir öllum kerfum, að kerfið verður sífellt flóknara, og viðjarnar þrauthugaðir og barátta manna tekur að beinast að því að komast framhjá kerfinu, en ekki að losa sig við það. Menn venjast nefnilega viðjum, og fara að hoppa í haftinu, í stað þess að slíta það. Menn hafa sætt sig við aflakvóta Hafrannsóknar og útdeilingarkvóta L.Í.Ú. og sjávarútvegsráðherra, og menn sætta sig við hömlur á útflutningi fisks. Og allt verður þetta langlíft, það verður ekki fyrr en með nýrri kynslóð að ráðist verði gegn þessum kerfum. Sú kynslóð sem kom þeim á, rýfur þau ekki, heldur festist í kerfinu. Það er minn spádómur. Ásgeir Jakobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.