Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 13
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11 eðlilegt að sjómenn sem legðu upp hjá frystihúsum, væru tregir til að hirða smáfisk, þar sem frystihúsin borguðu mjög lítið verð fyrir smá- fisk, og það þýddi aðeins tekjurýrn- un ásamt mikilli vinnuaukningu fyrir sjómenn að hirða hann. Þessi verð- litli afli er svo dreginn frá takmörk- uðum kvóta. Ég tel sem sé, að kvótakerfið sé þarna megin orsök ásamt verðlagi frystihúsanna á smáfiski, þótt ég telji ekki fullsannað, hversu mikil brögð séu að þessu að fiski sé kastað. Þetta hefur heyrst um margra nátta netafisk líka. í þessu efni drap ég á athyglisverða tillögu sem Svanfríður Jónasdóttir reifaði á Alþingi nýlega, þess efnis að hvetja bæri til betri nýtingar á fiski- fangi því sem í veiðarfæri kemur, með því að aukaaflinn væri utan hlutaskipta, og kæmi eingöngu í hlut áhafnar. Þetta gæti reynzt hvati til að hirða ýmislegt sjófang, sem nú þykir ekki svara kostnaði að hirða. Kvótakerfinu var ætlað að stuðla að hagkvæmni og sparnaði, en það hefur í reynd sundrað þjóðinni og eflt illdeilur án þess að merkjanlegur sé jákvæður árangur í eflingu fiski- stofna eða aukinni hagkvæmni í út- gerð. Og sama hefur orðið raunin á með þeim þjóðum, þar sem sértækar regl- ur hafa verið settar á hverja einstaka útgerð sem fiskveiði stunda, að þar hefur margt komið upp af svipuðum toga og til dæmis hirðing okkar á smáfiski. Götin reynazt mörg í kerf- inu og reglurnar ekki raunhæfar. Það er í rauninni aðeins eitt sem viðheldur núverandi kvótakerfi: eignarhald útgerðarmanna á kvótan- um. Kvótinn stendur nefnilega fyrir viðskipta veðsetningu í bönkum og fyrirgreiðslusjóðum. Víða þarf að tjalda öllu svo veðsetningar dugi fyrir skuldum. Það sýnir sig betur með hverjum nýjum degi, að önnur útfærsla á fisk- veiðistefnu en við erum fastir í, verð- ur að koma til, sem sé fiskveiði- stefnu, þar sem kerfið byggist ekki á þeirri jöfnu að óveiddur fiskur og peningar séu jöfn gildi, burt séð frá dugnaði og hæfni manna til fiskveiða og útgerðarreksturs. Þá á sá smái sem ekki á aðgang að fjármagni eng- an rétt í núverandi kerfi og getur ekki breytt sinni stöðu með eigin dugnaði. Honum gæti hinsvegar tekizt að breyta stöðu sinni, ef samið væri á bakvið tjöldin um erlenda fyrir- greiðslu. Það er með ólíkindum, að þeir sem harðast tala fyrir núverandi kerfi í fiskveiðum skuli vilja opna er- lendu fjármagni greiða leið inn í ís- lenzkan sjávarútveg. SJÓVÁ-AIMENNAR MUNU TRYGGJA SKIP SVO IENGI SEM ÍSIAND VERDUR EYJA! SJÓVÁ-ALMENNAR urðu til við sameiningu tveggja öflugra vátryggingarfélaga árið 1989. Bæði félögin voru meðal annars með sjótrygg- ingar. Sjóvá var raunar stofnað sem sjótryggingarfélag árið 1918 af sömu mönnum og staðið höfðu að stofnun Eimskipafélagsins fáum árum fyrr. Á þeim langa tíma sem liðinn er hefur safnast saman ómetanleg þekking og dýrmæt reynsla af sjótryggingum. Trútt uppruna sínum munu SJÓVÁ-ALMENNAR tryggja skip svo lengi sem ísland verður eyja. SJOVAuloALMENNAR Traust félag með sterkar rætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.