Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 15
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13 hefir nú undanfariö mikið verið rætt og ritað um svonefnda „útflöggun“ kaupskipanna, en það merkir að út- gerðirnar stofna fyrirtæki útí heimi og skrá síðan skip sín undir „þæg- indafána“ sem gefur möguleika á að ráða ódýrt vinnuafl á skipin. Allar eru þessar hugmyndir um útflöggun rökstuddar með því að útgerðirnar verði að standast samkeppni við er- lenda keppinauta. Það er rétt að sá hluti kaupskipanna sem siglir á hin- um alþjóðlega markaði verður að standast samkeppni á heimsmark- aðnum. Hinsvegar er sá hlutinn sem siglir með vörur til og frá landinu ekki háður neinni erlendri sam- keppni og hafa þær útgerðir sem þessar siglingar stunda komið ár sinni svo fyrir borð með hafnarað- stöðu og öðru slíku að erfitt mun reynast fyrir aðra að komast inná þann markað. Má því kalla hann verndaðan gegn samkeppni frá er- lendum aðilum. A tveimur síðustu aðalfundum hefir Halldór Jónsson stjórnarfor- maður H.F. Eimskipafélags Islands rætt samkeppnismál. Að mínu mati eru ummæli formannsins í nokkrum véfréttastíl og tel ég því að hann skuldi starfsmönnum Eimskips eink- um sjómönnunum nánari skýringar á því hvað hann meinar. I gegnum tíðina hefir oft og mikið verið um það rætt og ritað hversu mikilvægt það væri fyrir eyþjóð sem íslendinga, að eiga sjálfir skipin og stjórna alfarið siglingum að og frá landinu. Þessi hugsun var m.a. hluti af sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar í upphafi aldarinnar og án efa einn helsti afl- gjafinn í þeirri mögnuðu fjöldahreyf- ingu sem batt endahnútinn á stofnun Eimskipafélags íslands árið 1914. í 25 ára afmælisriti Eimskipafélags íslands segir „Það er mönnum enn í fersku minni, hver bjargvættur Eimskipafélag íslands reyndist þjóð- inni á heimsstyrjaldarárunum, þegar aðrar þjóðir urðu að leggja árar í bát um siglingar hingað til lands, þá sigldu Islendingar sjálfir á sínum eig- in skipum til annarrar heimsálfu og héldu uppi flutningum og samgöng- um við umheiminn af eigin rammleik með þeirri farsæld og giftu sem fágæt er.“ Það verður aldrei nógsamlega bent á þá hættu, sem er fyrir hendi, þegar milliríkjadeilur eða stríðsástand skapast og útgerðir missa yfirráð yfir skipum, sem skráð eru í öðrum lönd- um. Það hlýtur að vera krafa íslenskrar farmannastéttar (vonandi allrar þjóðarinnar) að siglingum að og frá Islandi verði framvegis sinnt af ís- lenskum skipum, mönnuðum ís- lenskum áhöfnum. Ennfremur er það krafa stéttarinnar að litið sé á siglingar sem sjálfstæðan atvinnu- veg, nauðsynlegan sjálfstæði eyþjóð- ar, atvinnuveg sem geti skilað mikl- um arði í þjóðarbúið sé rétt á málum haldið. Öflug stofnun á athafnasvæði. Sparisjóðurinn í Keflavík, Njarðvík og Garði. Sjóður suðurnesjamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.