Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 17
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15 skipi hafi víðtæk áhrif á atvinnu- ástand viðkomandi útgerðarstaðar. Um þetta nýja hlutverk úreldingar- sjóðs er allt gott um að segja ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að stjórn sjóðsins mun lúta pólitískum áhrifum en það er því miður svo með þau að þeim fylgja timburmenn. Spurningin er aðeins sú hversu víðtækir og sárir timburmennirnir verða, en það mun tíminn einn leiða í ljós. Huggun er þó harmi gegn að innan tveggja til þriggja ára skulum við vona að kom- ið verði á þokkalegt jafnvægi á flot- ann, fari svo verður hlutverk úreld- ingarsjóðs að mestu lokið. Aftur á móti hefur búseta í þessu landi alltaf verið að breytast og svo mun áreið- anlega verða í framtíðinni. Menn velja sér eðlilega búsetu þar sem mestar líkur eru á tryggri afkomu og sem bestri félagslegri þjónustu. Ann- að gildismat er ekki til staðar í dag og verður ekki á meðan allflestir dýrka gullkálfinn en verði um breytt verð- mætamat að ræða breytist vafalítið búsetumatið líka og önnur gildi verða í heiðri höfð svo sem ómenguð náttúra, fagurt umhverfi o.fl. Þegar rætt er um búseturöskun sem afleið- ingu af fiskveiðistefnu tek ég gjarnan dæmið um breytingarnar í minni heimabyggð en ég er alin upp undir kúnum, eins og ég segi gjarnan. I minni sveit voru fyrir ca. 30 árum um 20 kúabú í dag eru þau 4. Ég er alveg viss um að sú skoðun á sér fáa fylgj- endur, sem teldu að allt ætti að vera óbreytt í dag og búin að vera ca. 20, þrátt fyrir breytta tíma. Sama mun gerast í sjávarútveginum, þar verða breytingar sem við verðum að laga okkur að og um leið að hafa áhrif á að þær gerist með sem hagkvæmust- um hætti, reyna ögn að stýra frelsinu til hagsbóta fyrir alla, því það er nú einu sinni svo að fyrirtækin urðu til fyrir fólkið en ekki öfugt. Endurmenntunarmál vélstjóra eru alltaf til umfjöllunar fyrst og fremst vegna þess að störfin okkar taka ör- um breytingum vegna síbreytilegrar tækni á þessum vettvangi. Þess vegna er endurmenntun, eða eins og sumir segja símenntun, nauðsynleg. En allt í þessum heimi kostar peninga þar á meðal endurmenntun. Þess vegna hefur félagið lagt áherslu á að fá inn í samningana ákvæði um greiðslur í endurmenntunarsjóð. Fyrstur við- semjenda okkar til að viðurkenna þessa nauðsyn í verki er Landsvirkj- un sem hóf greiðslur í endurmennt- unarsjóðinn frá síðustu áramótum. í alllangan tíma hafa staðið yfir við- ræður um þessi mál og lengi stóð á skilgreiningu um námsefni og hvar og á hvers vegum kennslan ætti að fara fram. Við fulltrúar félagsins fundum það fljótt í viðræðunum að áhrifamenn innan Landsvirkjunar gerðu sér takmarkaða grein fyrir því í hverju nám við Vélskóla íslands er fólgið. Þess vegna ákváðum við að leita eftir við skólann að hann biði áhrifamönnum innan Landsvirkjun- ar til kynningarfundar þar sem nám- sefni skólans yrði kynnt ásamt kennsluaðstöðu og alveg sérstaklega þeir þættir námsins sem lúta að störf- um hjá Landsvirkjun. Lyktir þessar- ar kynningar voru þær að Lands- virkjunarmenn sögðu að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir hversu nám- sefni skólans væri mikið, og víða væri komið við, þeir höfðu sérstaklega orð á þessu og sögðust alls ekki hafa reiknað með því að námið væri orðið eins mikið og það er, né gengi jafn langt fræðilega. Skemmst er frá að segja að í framhaldi af þessum fundi samþykktu forsvarsmenn Landsvir- kjunar að hefja greiðslur í endur- menntunarsjóðinn og jafnframt að eðlilegast væri að skólinn sæi alfarið um endurmenntunina. I ljósi þessa er örugglega nauðsynlegt að bjóða fleiri fulltrúum atvinnurekenda til ámóta kynningafundar til þess að upplýsa í hverju starfsemi skólans er fólginn og hvers þeir geta vænst af nemend- um hans. Ég er viss um að fyrir mörg- um mundi opnast nýr heimur í þessu efni. Við vélstjórar þurfum í framtíð- inni að halda okkar menntun meir á lofti en við höfum gert hingað til. Að lokum vil ég koma á framfæri þakk- læti til skólameistara Vélskóla ís- lands og kennaranna sem stóðu fyrir kynningarfundinum fyrir frábæran fund. MINNINGARORÐ Guðmundur A. Jónsson, fram- reiðslumeistari. Hann var fæddur 10. marz 1910 og lézt 12. júlí 1989. Guðmund- ur var félagi í Félagi framreiðslu- manna frá stofnári þess 1927. Hann gengdi mörgum trúnaðar- störfum á vegum félags síns og var meðal annars formaður þess um tíma. Hann var gerður að heiðursfé- laga í félagi sínu fyrir vel unnin störf. Hann átti sæti í Sjómannadags- ráði í 13 ár. Sigfús Bjarnason fv. skrifstofu- stjóri Sjómannafélags Reykjavík- ur. Hann var fæddur 3. júní 1904 að Mýrarhúsum í Eyrarsveit, Snæf- ellsnesi. Hann hóf sjómennsku á ungl- ingsárum á opnum bátum og síðar á skútum. Arið 1927 réðst hann fyrst á tog- ara og var til sjós til 1948, að hann kemur til starfa hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Hann gengdi mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur um langt árabil. Hann hætti störfum hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur í árslok 1979, eftir 31 árs farsælt starf. Hann var kosinn í Sjómanna- dagsráð 1962 og var fulltrúi í 22 ár og gengdi mörgum trúnaðarstörf- um fyrir Ráðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.