Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 45
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43 JOHN RIVER Ekki eru þeir nú á horleggjunum í Grímsbæ, okkur tókst ekki að fella þá alla úr hor. Skipstjórinn til hægri, ræðismaðurinn til vinstri. ■ ohn River er mikill vexti, stillt- ur maður og greindarlegur í é| tali og fróður. Hann hafði noKkuð aðra sögu að segja en Taylor hér síðar. Hann er yngri maður en Taylor og byrjaði sem viðvaningur á togara 1960, eða árið áður en Taylor varð skipstjóri. River var hjá Boston Deep Sea næstu árin, og fór að leysa af sem skipstjóri hjá því fyrirtæki 1968, en var þess á milli stýrimaður. í maí 1969 varð hann fastráðinn skipstjóri og þá á Captain Fowley, sem hann var með þar til í þorskastríðinu 1972- 73 að hann varð skipstjóri á Crystal Palace, þar til hann tók Everton eftir að skotið var á hann í apríl 1973, og sá skipstjóri „hvfldur“. I þorskastríðinu 1975-76 var River skipstjóri á Port Vale. John River hafði meira að segja um það sem al- mennt gerðist um íslandsfiskimenn en Taylor. Hann hafði við sama vanda að glíma og almennt gerðist eftir 1980, skipi hans lagt. Það var eins og Taylor drap á, að þetta fisk- veiðihrun mæddi meira á Gríms- bæingum en Húllurum. Allt atvinnulíf í Grímsbæ byggðist á fiskveiðum og fiskimenn þar hlut- fallslega miklu fjölmennari en í Hull, sem var fjölmennari og mikil verzl- unarborg og atvinnulíf fjölbreyttara. Þótt John River ætti ekki jafn skrautlega einkasögu af íslandsveið- um og Taylor og ætti aldrei í neinum umtalsverðum útistöðum við íslend- inga, þá varð hann þátttakandi í at- burði, sem vakti mikla athygli hér- lendis og þá ekki síður í Englandi. River var nefnilega bátsmaður hjá Bob Newton eða Bunny eins og hann er einnig kallaður, þegar hann aðfar- anótt 29. apríl 1967, stakk af úr Reykjavíkurhöfn með tvo lögreglu- þjóna, sem áttu að gæta togarans. Newton hafði verið tekinn í fisk- veiðilandhelgi þann 24. ágúst að veiðum við Eldey og skip hans fært til Reykjavíkur. River drap á þennan atburð: — Við sátum inni í kortaklefan- um Newton og ég og lögregluþjón- arnir, og fór vel á með okkur öllum. Annar lögregluþjónninn hafði oft verið í Grímsbæ, og þekkti þar marga, og við vorum sem sé að rabba saman í mesta bróðerni. Bunny hafði rætt það við mig, að stinga af með lögrelgumennina, og ég tók ekkert mark á því snakki, mér fannst það svo fjarstæðukennt. Nú verður það þarna, sem við erum að rabba saman í klefanum að hann seg- ist þurfa að bregða sér frá, og það var ekkert um það að segja, og við hinir héldum áfram að tala saman. Allt í einu tók ég eftir því, og á undan lögrelguþjónunum, að skipið var farið að hreyfast, og mín fyrsta hugsun var: — Hamingjan góða, hann ætlar að reyna þetta . . . Dyrnar að korta- klefanum reyndust svo vera læstar.“ Rivers sagði að margar tröllasögur hafa verið sagðar af þessum atburði og ekki allar nærri sannleikanum. Hann sagðist ekki hafa séð neinn æv- intýraljóma yfir þessu, og hafði lítið um þetta að segja. Sér hafi fundist kjánalegt af Newton að halda að hann kæmist upp með þetta. River nefndi aðeins til viðbótar hættulegt tiltæki Newton. „Þegar Oðinsmenn komu um borð í togarann til að taka skipstjórann og stýrimanninn með sér um borð var einn foringinn á Óðni með skamm- byssu og miðaði henni ótæpilega á menn, svo segjandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.