Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 Á ensku togaraöldinni settust margir íslend- ingar að í Grímsbæ, flestir á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Flestir urðu stýrimenn eða skipstjórar. I bænum var íslenzk nýl- enda. Þessi mynd af íslenzkum konum í Grímsbæ var tekin 1971. Sitjandi til vinstri er Guðný, kona Ágústar Ebenezarsonar, og þá Vigdís kona Þorsteins Eyvindssonar, bak við þær standa þær Anna, kona Sigurðar Þor- steinssonar, og Ólöf, kona James Stevens, sem rak Orbeon Bar. Til hægri, sitjandi er Svana, kona Páls Aðalsteinssonar og konan, sem stendur aftan við Svönu, og snýr vangan- um að, er Helga Gott, gift John Gott, stór- kaupmanni. Yngri konurnar eru af næstu kynslóð og börnin þriðju kynslóðin. Nanna Olgeirsdóttir, situr til hægri í sófanum. Þær hafa enn með sér félag, íslenzku konurnar í Grímsbæ og halda sér árlegt gilli og minnast íslands. Hjónin Anna Gunnsteinsdóttir, frá Nesi og Sigurður skipstjóri Þorsteinsson frá Langholti í Flóa og Ólöf Einarsdóttir Dagfínnssonar, þekkts togaramanns í Reykjavík á sinni tíð. Anna er nú 84 ára en Sigurður 88 ára. Ólöf er nokkru yngri. Sigurður fór utan nokkru eftir 1920, og var fyrst með enskum í nær 7 ár, í Kanada í ein 5 ár en síðan búsettur í Englandi og skipstjóri á enskum togurum, en hætti sjósókn 1960 og fór þá að vinna í landi hjá Boston Deep Sea og vann þar fram á áttræðisaldur. Anna er búin að vera í Englandi frá 1932 að hún giftist Sigurði, eða 58 ár, en Ólöf í 45 ár. Öll tala þau íslenzku svo vel að ekki kennir ensks málhreims í máli þeirra. Ég hafði hringt í Önnu, frá Hull, en þau hjón búa í Cleetþorpi, og mér varð fyrir um leið og svarað var í símann og sagði nafnið mitt að bæta við „an Icelander“. Þá sagði konan í símanum dálítið snúðug: „Nú, hvað er þetta maður, geturðu þá ekki talað íslenzku“. Anna er skörungskona, enda á hún kyn til þess, þar sem hún er dóttir Gunnsteins skútuskipstjóra og hreppstjóra í Nesi. Allir eru þessir unglingar hresSir og búa notalega, þau hjón eiga nú heima í litlu húsi úti við Waldorf Rd. í Cleethorpe, en 1971 bjuggu þau í stóru húsi í Humberstone, en þetta hús er þeim þægilegra í ellinni. Ólöf er orðin ekkja og býr niður í Grímsbæ. Hún og maður hennar J. Stevens, ráku Orbeon Bar, sem fyrr segir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.