Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53 DICK TAYLOR f Öldinni okkar 1960-70 segir svo: Alræmdur landhelgisbrjótur gistir nú Litla Hraun 12/1 ’66 Richard Taylor, landhelg- isbrjóturinn alræmdi, er loks kominn hingað til landsins til að afplána fang- elsisdóm, sem hann hlaut á Akureyri í byrjun síðasta árs og staðfestur var í Hæstarétti í síðasta mánuði. Taylor lýsti því yfir á Akureyri, að hann myndi koma og taka út dóm sinn, ef Hæstiréttur fyndi hann sekan, og við það stóð hann. Þetta er þriðji dómurinn sem Tayl- or hlýtur fyrir landhelgisbrot hér við land. Hann var fyrst dæmdur fyrir landhelgisbrot á togaranum Othello árið 1960 og síðan aftur ári síðar, þegar hann var dæmdur til fangelsis- vistar fyrir árás á lögregluþjón á Isa- firði, en þá var hann á togaranum John Barry. Var hann þá ásamt tveimur skipverja sinna dæmdur í 3ja mánaða fangelsi, en sat þó aðeins inni á Litla Hrauni í þrjár vikur, því að hann var náðaður litlu fyrir jól og fékk að halda þau heima. í septem- ber 1964 var hann kærður í þriðja sinn og færður til hafnar á togaranum John Barry fyrir landhelgisbrot, en þá sýknaður. Síðast var hann tekinn á togaranum Peter Scott, og fékk þá þungan sektardóm og 45 daga óskil- orðsbundið fangelsi. — Ég held þetta verði í síðasta skipti sem ég lendi í svona máli, sagði Taylor við komuna til landsins. — Við erum að breyta um fiskimið, verðum yfirleitt á dýpri miðum, lengra frá landinu. Þetta verður í síðasta sinn. En í fyrramálið verð ég að fara austur á Eyrarbakka“. Ekki varð þetta nú í síðasta skipti. Það hefur enginn átt í meira basli við fiskveiðilínuna, en Dick Taylor og hefur hún þó margan angrað. Tog- Ekki sézt það á fésinu á honum Dick, að hann hafi staðið í ströngu um ævina á íslandsmiðum og öllum miðum Norður- Atlandshafs og íshafs. aramönnum gekk oft illa að sætta sig við þessar línur, sem landfólk var að draga í kort eftir geðþótta sínum. Richard (Dick) Taylor er þrekinn meðalmaður á vöxt, glaðlegur náungi, skýr í tali og talar góða ensku, ekkert slangurmál. Hinsvegar leynir sér ekki dálítill prakkarasvipur í augun- um. Ég held hann taki ekki lífið mjög hátíðlega og þyki fremur gaman að lifa. Taylor er um 58 ára gamall og skipstjóri á 77 metra verksmiðjutog- ara, sem hér segir af á eftir. En hann saknar íslandsmiða. Það mátti finna, að hann var efins í hvort hann stæðist freistinguna, ef hann væri að veiðum nálægt línunni. „Just for old time sake“. í bók Michael Thomson um Hull’s Side-Fishing Trawling-Fleet 1946- 86, og Hull & Grimsby Stern Trawl- ing Fleet 1961-88 er að finna upplýs- ingar um aflaferil Dick Taylors og rétt að rekja hann hér, áður en hon- um er gefið orðið. Sjálfur nefndi Taylor ekkert um aflaferil sinn, nema að sig hafi aldrei vantað skip, og hann getur um tvö síðustu metin, sem hann setti. En þau voru fleiri metin hans Dick Taylors, og þótt við íslendingar hefðum kynni af honum sem hinum mesta grallaraspóa; og sektuðum hann fjórum sinnum fyrir landhelgisbrot og fangelsuðum hann þrívegis, þá var Taylor bæði mikill sjómaður og frábær aflamaður. I bókinni Hull’s stern Trawlers segir svo um Dick Taylor bls. 97: „Togarinn C.S. Forester, fastur skip- stjóri Dick Taylor, var „Champion British Trawler". (Methafi brezka togaraflotans), 1976-77 og 1978 jafn- framt vinningshafi „Hull Challenge Shield“. Árið 1976 var afli C.S. Forester 27.600 kits og verðmætið 692.822 stpd, 1977: 24.871 kits, verðmæti 740.262 stpd. og í maí sama ár setti Taylor einnig brezkt met í einstökum túr. Hann gerði þá 20 daga túr á Bjarnareyjarmið og landaði 2984 kits, sem seldust fyrir 92.453., en þetta met í túr sló Taylor sjálfur næsta ár, 1978, en þá var hann að veiðum við Noregsströnd og 23 daga í túrnum og landaði 2984 kits að verðmæti 92.458 stpd. Dick Taylor var kallaður „The old Fox“ (gamli refurinn) fyrir dularfulla (uncanny) hæfileika til að finna fisk“. C.S. Forester og Hammond Innes voru skuttogarar, en bæði skipin veiddu í ís og höguðu veiðunum eins og síðutogaraflotinn, en þar sem Taylor var líka hæstur í skuttogara-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.