Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 61

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 61
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59 inu í hættu með því að stoppa ekki. í sex mánuði mátti ég ekki vera skráð- ur skipstjóri. Þessi leynd á íslandi kom fyrir lít- ið, vegna þess að fjölmiðlafólkið beið eftir mér í Englandi. Ég flaug til Glasgow og fór þaðan með lest til York, þar sem beið mín bíll til að flytja mig heim. Þegar ég kom til York, þá hélt ég að von væri á ein- hverjum stórhöfðingja með annarri lest til York, brautarpallarnir voru fullir af blaðamönnum og sjónvarps- mönnum. Þessi hópur var þá að taka á móti Dick Taylor. Allur skarinn settist að mér um leið og ég steig útúr minni lest. Ég varð að segja sögu mína, eða eitt- hvert hrafl úr henni. En það sem mesta athygli vakti var frásögn mín af þeim gjöfum, sem mér bárust í fangelsið. Ég hafði ekki get- að tekið þær allar með mér í flugvél- ina, svo að ég gaf þær í góðgerðar- stofnanir á íslandi, nema eina peysu, íslenzka ullarpeysu, frá fiskimanni á Norðfirði, hún var mjög falleg, ég gaf hana síðar syni mínum, peysan var mikið mynduð og fékk mikla um- fjöllun. Það var eins og þeim kæmi þessi vinátta íslendinga á óvart. Á Litla-Hrauni Það var farið ágætlega með mig í fangelsinu. Ég vann mín verk, og komst vel útaf við fangaverðina. Þetta urðu kunningjar mínir, einnig margir fanganna, sem sumir sátu inni fyrir morð, en í fangelsinu voru allir í sama báti, unnu allir saman. Mér líkaði vel hreina loftið á Eyr- arbakka. Ég held, að þið íslendingar séuð manna langlífastir vegna hreina loftsins. Það var aðeins einu sinni sem ég var með múður við fanga- vörðinn. Við fangarnir unnum jafn- an til hádegis á laugardögum og fór- um síðan í klefa okkar. Síðdegis einn laugardaginn kom yfirfangavörður- inn og sagði við mig: — Jæja, Taylor, þú verður mark- vörður í dag. Ég át eftir honum — Markvörður? — „Já markvörður í fótbolta, við spilum fótbolta í dag.“ Örlög Joseph Conrad eins og margra annarra um líkt leyti. — „Nei, því miður get ég það ekki. Ég lék rugby, þegar ég var ung- ur, en aldrei fótbolta.“ Hann sagði: „Þú verður að stunda einhverjar íþróttir, við leikum ekki rugby á ís- landi, svo að þú verður að spila fót- bolta í staðinn.“ Ég sagði: „No, sir, þakka þér samt, þetta var vinsamlegt boð.“ Hann sagði: „Þetta er ekki boð, heldur skipun.“ Þá var ekkert um að ræða, ég fór í markið, og líkaði það ekkert illa, ég varði nokkur skot, og mitt lið vann. Það sem mig undraði mest á Litla- Hrauni, var piltur nokkur, sem brá sér oft á skauta, og hann var einn þeirra, sem var að afplána margra ára dóm fyrir morð. Þeir sögðu mér að hann væri búinn að vera þarna í mörg ár, en hann var svo flinkur, að þær sjást ekki flinkari í sjónvarpinu stórstjörnurnar á skautum, hann var afburða skautamaður, en hann fékk aldrei að keppa. Mér fannst furða hvað hann var góður og geta þó ekk- ert æft sig nema á laugardögum eða sunnudögum. Ég var eitt sinn í fangelsi á Litla- Hrauni yfir jól, ég man það bæði af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.