Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 65

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63 Gamall sjómaður skrifaði fyrir mörgum árum grein í Víkinginn um Hull og hún bar yfirskriftina: „Hver man ekki Hull“ En nú eru fiskdokkur auðar og horfið er Hessle Road, sjómannahverfið, með sínu mikla sjómannalífi með búllum og bjór og fjörugum stúlkum og lútsterku rommi. Hull er enn skemmtileg og viðkunnaleg borg, og þar margt sjómanna á lífi með íslenska sögu. Blaðið hefur til þessa, þótt síðar rætist úr, verið átakanlega kvenmannslaust. Hér er ein til að hvíla augað frá öllu karlamoðinu. A litlu hóteli í Hull er Karen Duffy hótelstýra. Þetta er vinsamlegt hótel á góðum stað, en hótelstýran tekur hótelinu þó fram. Hún er bæði vingjarnlegri og fallegri. Henni var gefið nafnið Miss Þorlákshöfn. Karen hafði nefnilega verið í Þorlákshöfn, og það sem meira er, að þessi unga stúlka, sem aldrei hafði komið nálægt fiski kunni ágætlcga við sig í Þorlákshöfn og lætur vel af íslandi og íslendingum. íslendingar sem leið eiga um Hull ættu að líta við hjá Karen Duífy í Clyde House Guest House 13 John Street, Charles Street. var á einni af freygátunum og gæti sagt þér margar kyndugar sögur úr síðasta þorskastríðinu. Þetta var hálfgerður skrípaleikur yfirvalda. Afleiðingar útfærslunnar Þótt lokun íslenzku fiskimiðanna væri slæmt högg og yllu miklu at- vinnuleysi í Humber-höfnunum Hull og Grímsbæ, þá voru bæirnir við Humber engan veginn búnir að vera sem fiskveiðibæir. Það var EB. sem rak smiðshöggið á það ásamt okkar eigin stjórnvöldum og útfærslu Norð- manna og Rússa. Við vorum ekki alveg uppá ís- lenzku fiskislóðina komnir, þar sem við höfðum jafnan sótt mikið í Hvíta- haf, Barentshaf og til Bjarnareyja. Og við áttum nóg af stórum og góð- um togurum til sóknar á þær slóðir t.d. 38 verksmiðjutogara, og hver þeirra þurfti 30 manna áhöfn og hinir vönu fiskimenn, sem misstu atvinnu sína við lokun íslandsmiða fengu pláss á þeim skipum. Ég til dæmis, sem var hjá Newington trawlers, sem hætti rekstri, þegar íslandsmiðum var lokað fyrir okkur, fékk strax skip hjá J. Marr. Það var nýtt skip og stórt, og við veiddum makríl úti fyrir okkar eigin ströndum og gekk ágæt- lega. Það var við inngöngu okkar í Efna- hagsbandalagið, sem við hlutum rot- höggið. Efnahagsbandalagið sagði alltof mörg skip að veiðum fyrir Eng- landsströndum og snéri geiri sínum að okkur og það var hafizt handa uppúr 1983 minnir mig að fækka skipum okkar með því að kaupa þau upp. Útgerðarmönnum var boðið hátt verð fyrir hvert tonn í skipum sínum, ef þeir vildu hætta útgerð þeirra, og svo fórum við illa útúr kvótaskiptingu í Norðursjó og flot- inn dróst saman. Áður en þið Islend- ingar lokuðu miðunum, voru gerð út 250 fiskiskip frá Hull, og þeim fækk- aði eins og ég sagði áður við þær aðgerðir, en eftir aðgerðir Efnahags- bandalagsins og okkar eigin stjórn- valda með skipakaupum, fór svo sem nú er, að aðeins 7-8 skip ganga frá Hull. (Dick gat ekki um hverskonar skip það voru, en líklega eru þetta verksmiðjutogarar, og komnir þarna eftir 1986. Á.J.) Þegar þetta allt kom saman, útfærsla ykkar íslendinga, útfærsla Norðmanna og Rússa og að- gerðir Efnahagsbandalagsins, var hrunið orðið algert í sjómannastétt- inni, hjá fiskvinnslufólki og fólki í þjónustu við sjávarútveginn. Grímsbæingar fóru öllu verr útúr þessum áföllum tveimur. Þeir voru háðari fiskveiðum en við í Hull. Þar eru nú aðeins eftir 3 skip, að ég held í útgerð frá Grímsbæ. Nú er svo til allur fiskur á mörkuðum þessarra bæja veiddur af útlendingum, og þá mest af íslendingum og Þjóðverjum. Þá leituðu margir sjómenn í vinnu á olíuborpöllum en þó mest á örygg- isskipin, sem eru á ferð umhverfis pallana reiðubúnir til að bjarga mönnum, sem falla kynnu af pöllun- um í sjóinn. Sumir gömlu skipstjór- anna eru á þessum skipum, en margir eru dánir, og margir seztir í helgan stein. Við erum aðeins þrír, togara- skipstjórar hér í Hull, sem erum enn í starfi sem fiskiskipstjórar. Ég var alltaf að vona að mál þró- uðust þannig, að við leyfðum ykkur íslendingum að landa í Humber- höfnum og létum ykkur einnig hafa kvóta á okkar miðum og fengjum álíka á íslandsmiðum. Það væri gam- an að koma aftur á gömlu fiskislóð- irnar, þar sem maður eyddi sínum beztu árum. Fiskislóðir við ísland — Ég þekki íslenzkar fiskislóðir nema þær algrynnstu. Ég var aðeins lærlingur og háseti, meðan í gildi var 3 sjóm. fiskveiðilögsaga. Þið færðuð út í 12 sjóm. rétt í þann mund að ég var að byrja sem stýrimaður og fór að kynnast fiskimiðunum. Ég kynntist því ekkert algrynnstu togslóðinni. En faðir minn og afi þekktu togslóðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.