Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 67

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65 á þorsksókn. Því var það, að á meðan Englendingar rannsökuðu Aðalvík og Bolungavík, voru íslendingarnir að leita fyrir sér á Halanum, og með- an Englendingarnir könnuðu Breiðafjörð og Faxabugt, könnuðu íslendingar Kollálinn og Jökuldýpið, og þegar íslendingar voru að berjast við hraunið á Selvogsbanka og stór- þorskinn þar, toguðu Englendingar blindandi á kola- og ýsubleyðum við Eyjar. Okkur Islendinga vantar gamlar fiskidagbækur og fiskikort frá Eng- landi. Hér er altént um þjóðlegan fróðleika að ræða. Þeim þætti það hart landbúnaðar- fræðingunum, ef álíka gat væri á þekkingu þeirra á beitarlandinu eins og það sem er í þekkingu á sjávar- högum. Það er unnið nú að gerð fiskikorta, og það væri ekki ónýtt við þá vinnslu að eiga safn af gömlum enskum fiskikortum og fiskilóðsbók- um. Ensku fiskimennirnir voru búnir að þaulkanna grunnið allt í kring um landið í heillar aldar togveiði sinni. Okkar fiskimenn hafa ekki fengið að koma nálægt þeirri slóð að heitið geti með botnvörpu. Og Englending- ar eiga gömul kort og gamlar fiski- dagbækur, fiskilóðsbækur. En hvar? PÉTUR BJÖRNSSON OG FISKIDAGBÆKUR TAYLORS Hann Pétur Björnsson gerir það gott. Hann spjarar sig hann Pét- tír,'ætli hann sé ekki orðinn ríkur. Það var skrítið, en ég vissi það ekki lengi vel að þennan mann, sem var að verða svo fyrirferðarmikill í fisk- sölu hér á Hull-markaðnum, hafði ég hitt sem 10 ára strák á íslandi. Það gerðist þannig, að ég var að veiðum, fyrir norðaustur ströndinni, þegar einn hásetanna fékk hjartaáfall og féll á dekkið. Þessi maður hafði verið með mér í mörg ár. Raufarhöfn var næsta höfn- að leita til og ég keyrði þangað. Við reyndum að halda lífi í manninum með hjartahnoði. Ég var á C.S. Forester, þegar þetta var, og það skip risti 18 fet. Skipið var á fullri ferð, þegar lóðsinn kom á móti okk- ur á hraðbáti og lagði að síðunni, og bæði skipin á fullri ferð. Þegar lóðs- inn stökk um borð og kom hann strax uppí brú: „Please, slow down, Tayl- or . . .“ Það var aðeins 17 feta dýpi fram- undan. Með lóðsbátnum var læknir og lögreglumaður, og lítill strákur, sem ætlaði fyrstur að stökkva um borð, þegar lóðsbáturinn skall að síðunni á Forester. Þessi tíu ára strákur var sonur lögreglumannsins. Það var náttúrlega ekki um annað að gera en hægja á sér — maðurinn Pétur í fsberg. reyndist dáinn, þegar læknirinn kom um borð. Nú var það fyrir nokkrum árum, að ég var með eitt af hinum stóru skipum J. Marr, að ég kom á skrif- stofuna ogjaeir sögðu við mig að hjá þeim væri Islendingur, sem héti Pét- ur Björnsson og hann kannaðist við mig. Ég sagðist hafa heyrt mannsins getið, en þekkti hann ekkert, en þeir stóðu fast á því að hann þekkti mig. Hann hefur heyrt af mér, en þekkir mig ekki sagði ég, en fór svo inná skrifstofu þessa manns að heilsa upp á hann og þegar við höfðum heilsast sagði hann: „Þegar þú komst til Raufarhafnar með manninn sem fékk hjartaáfallið — mannstu þá ekki eftir litlum strák, sem kom um borð með lóðsbátnum? „Hvort ég man“, sagði ég, „hann var nærri búinn að drepa sig við að reyna að stökkva um borð áður en báturinn var almennilega lagztur að síðunni“. „Þetta var ég“, sagði Pétur. Svo að við tókumst aftur í hendur. Hún er lítil þessi veröld. Nú erum við vinir við Pétur, þó að ég vildi ekki láta hann hafa fiskidagbækurnar mínar.“ „Pétur sagði við mig. „Att þú ekki gamlar fiskidagbæk- ur af íslandsmiðum“. Ég játaði því, og hann sagðist þá vilja kaupa þær af mér. — Þær eru ekki til sölu, sagði ég. — Nefndu upphæðina, sagði hann. — Nei, sagði ég, — það er freist- andi, en þær eru ekki til sölu. Pétur var ekki að leita eftir þessu fyrir sjálfan sig, heldur íslenzka skip- stjóra, sem lönduðu hjá honum. — Það er alveg rétt, að við sáum íslendinga aldrei fiska utan bank- anna (off the banks) með okkur. ís- lendingarnir veiddu á tilteknum svæðum, en þeir hljóta að hafa litið í fiskiskýrslur, og séð að það var mikill fiskur veiddur utan þeirra svæða, sem þeir stunduðu. En það var nú svona, að við bókstaflega sáum aldrei Islending á okkar slóð eftir að við vorum hraktir út fyrir 50 sjómílna mörkin og urðum að leita dýpra og lengra norður. Ég færði tvær stórar dagbækur og nokkrar minni undirbækur strax og ég hóf skipstjórn hafði ég fyrir venju að skrifa heila síðu í stóru bókina að loknum túr. Ekki aðeins frá íslands- veiðum, heldur frá öllum veiðum. Shetland Challenger og íshafíð Ég var átján mánuði í landi á árun- um 1987-89. Þá var ég forstjóri tog-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.