Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 70

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 70
68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ og við fengum þar 350 kits eða 24 tonn í nokkrum hölum, en þegar hann tregaðist þar, hélt ég norðvest- ur af Kópanesi, og var þar á þriðja sólarhring á 100 föðmum, meðan dimmt var, en dýpkaði á mér með birtingunni niður á 170 faðma og fengum við í fyrsta halinu 300 körfur, (6-7 poka). Við Englendingar tókum yfirleitt ekki í pokann nema eins og 1.5 tonn, 50 körfur og alls ekki meira en 2 tonn. Við töldum að meiri þungi í poka skemmdi fiskinn. Þegar tregaðist þarna fór ég aftur út á Halann, en síðan aftur til baka einar 48 sjóm. norð-norðvestur af Kópanesi og þar enduðum við túr- inn, og vorum þá með tæp 2000 kits eða rúm 130 tonn. Síðasta ferð Taylor á íslandsmið Ég var lengst hjá Newington-fyrir- tækinu. Það skírði skip sín eftir rit- höfundum, Conan Doyle, James Barry, Peter Scott, Joseph Conrad, Somerset Maugham C.S. Forester, og Hammond Innes. Ég var með öll þessi skip, um þrjú ár hvert þeirra, og á C.S. Forester fór ég síðasta túr minn á íslandsmið. Við lögðum úr höfn í Hull á Is- landsmið á laugardegi þann 3. júlí 1976, og fengum hið ágætasta leiði, og köstuðum 38 sjóm. norður af Kögri eftir þriggja sólarhringa og tíu tíma siglingu. Af Kögurgrunninum fórum við á Halann og vestur á Barðagrunnið, og síðan á Hornbank- ann og þar var góður afli um 350 kits fyrsta sólarhringinn, en svo gekk fiskurinn á lokað verndarsvæði. Við hittum ekki á neina Græn- landsgöngu norður frá, og ég átti heldur ekki von á því, maður sér þetta oft á sjávarlitnum, það fer að bera meira á pólarsjónum og Græn- landsgöngu er ekki að vænta fyrr en upp úr miðjum ágúst, eins og ég hef fyrr getið. Þegar hann fór að tregast á Horn- banka héldum við til baka fyrst á Kögurgrunn, síðan Kópanesgrunnið og „the Kidney“. (þessi nýru þeirra eru víða, en þarna er sæmilega um að ræða, annað hvort Nesdýpið eða Víkurálinn, Taylor var ekki spurður, hvort væri). Stýrimaðurinn hafði nú talið niður 2200 kits, og við héldum heim og kvöddum íslandsmið, þessi slóð sem maður hafði stundað frá unglingsár- um, og þar marga hildi háð, og átt þarna heima næstum sem í föður- landi sínu. Við lönduðum 2130 kits, og seld- um fyrir 44.700 stpd. Ekki var öll nótt úti enn, það voru enn opnar slóðir, sem maður þekkti vel, og fiskur hækkaði skarpt í verði. Næsta ár, 1977, setti ég brezkt sölu- met á C.S. Forester, 92 þús, stpd. og sló það sjálfur ári seinna. Ég var á Dornbanka og sá yfir til íslandsfjalla í góðu skyggni. Söknuður minn til þessarra fjalla var blandaður, ég hafði bæði þurft að forðast þau og leita þeirra til skjóls, en söknuður minn eftir miðunum undan þeim fjöllum var óblandinn. , Just for old time sake“ Það var löngu eftir lok síðasta þorskastríðsins að ég var að toga á Dornbanka í nánd við 200 sjóm. mörkin. Það var ágætt fiskirí. Við tókum ekki nema tvö höl á sólar- hring og fengum í þeim nóg til að flaka og frysta. Ég lét reka þarna við línuna. Það voru 8 eða 9 skip þarna. Við sáum aldrei íslenzkt varðskip á þessum slóðum, svo að ég hugasði með mér að það væri nú gaman að bregða sér innfyrir, svona af gömlum vana, og í minningu liðins tíma. Það var líka svo, að fiskurinn var á ferð austur á bóginn. Ég vissi hvert hann var að fara. Víst væri gaman að fylgja honum aðeins áleiðis, og minnast um leið við Islandsmið. Fólk heldur alltaf að einhverjar línur, sem póli- tíkusar hafa dregið hér eða þar á kort sín, séu sjálfgerðir stopparar á fiski- mann, sem á alla afkomu sína undir að veiða fisk. Ég veit ekki, hvort ég fór yfir línuna ykkar, en hitt man ég, að mér leið stutta stund eins og ég væri kominn heim. Ég var alltaf að vona, að þið réðuð til ykkar enska skipstjóra að loknu þorskastríðinu. Við hefðum getað sagt ykkur margt, því að við höfðum alla tíð þurft að leita meira fyrir okk- ur á ýmsum slóðum. Maður hefði haft gaman að veiða fyrir ykkur. Svo fannst mér koma til greina, að þjóðirnar skiptust eitthvað á kvót- um, við fengjum einhverja lús hjá ykkur, og þið í staðinn álíka í Norð- ursjó og við strendur okkar, og nátt- úrlega löndunarhafnir. En þetta varð nú ekki svo. Hvernig mér hefur gengið að að- lagast öllum þeim nýju tækjum, sem nú eru í notkun? Það kom hvað af hverju, þar sem ég var alltaf skipstjóri þegar tækin voru að koma eitt af öðru, og alltaf á skipum, sem voru fyrst, eða með þeim fyrstu til að fá ný tæki. Munur- inn er ekki orðinn lítill frá fyrstu tog- urunum, með vitlausan vökvakomp- ás og loggið, einu siglingatækin, og engin fiskileitar- eða staðsetningar- tæki. Nú höfum við tæki, sem engan fiskimann gat hafa dreymt um á fyrstu togurunum. Eins og það, sem sýnir okkur með ljósi í mælaborði uppi í brú, hversu mikill fiskur er kominn í vörpuna, það kviknar, þegar komnar eru 200 körfur og gef- ur síðan merki um hverjar viðbótar 200 körfur. Allar staðarákvarðanir eru gerðar eftir merkjum frá gervi- hnöttum. Á Challenger erum við með svonefnd CPS staðsetningar- kerfi, og það ákveður stöðuna uppá þumlung eða sentimetra. Það er að vísu ekki virkt nema í 12 tíma á sólar- hring, en næsta ár á að senda upp tvo staðsetningar gervihnetti í viðbót og þá er kerfið virkt allan sólarhringinn. Það er ekkert að gera nema ýta á hnappa, þá er fengin staðan, og þú sérð skipið þitt allan tímann eins og lítinn hvítan depil á skerminum. Maður lítur sára sjaldan í kort nú orðið. Það tók mig ekki nema tvær vikur að venjast tækjunum um borð. Ætli maður haldi ekki áfram til sext- ugs. Ég á mörg barnabörn orðið, og það er gaman að geta fylgzt eitthvað með þeim, ekki sá maður svo mikið af eigin börnum á uppvaxtarárum þeirra.“ Ásg. Jak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.