Alþýðublaðið - 02.06.1923, Síða 1

Alþýðublaðið - 02.06.1923, Síða 1
1923 Laugardaginn 2. júní. 122. tölublað. m Jarðapfsp dóttup okkap og unnustu, Ingunnap Júlíu, er ákveðin mánudaginn 4. júní ki> 3 e. h. og hefst með húskveðju fpá heimili hennap, Fpakkastíg 24. Guðpún Einápsdóttip. Guðmundup Höskuldsson. Jón Hansson. Frá Landssímaimm. Frá deginum í dag fá eftirfarandl tálsímanotendur ( Hafnar- firði nætursamband við miðstöð bæjarsímans í Reykjavíkr Ágúst Ilygqnring síma nr. 6. Bæjarfógetinn síma nr. 14. Héraðslœknirinn síma nr. 15. Bjarni Snœbjörnsson lælcnir síma nr. 45. Bifreiðastöð Beykjavíkur síma nr. 33. Bifreiðastöð Hafnarfjarðar síma nr. 44. Geta því talsímanotendur í Reykjávík hringt þessi ndmer upp eítir lokunartíma landssímastöðvarinuar fyrir venjulegt gjald. Reykjavík, 1. jún( 1923. Kðllan alþfðuonar. vn; Þegar fullbúið er það svið, þar sem aiþýðan innir af hönd- um aðaililutverk sitt, þá er stundin runnin upp, hin lang- þráða stund, að alþýðan fái að njóta sín, 0g þó að ekkl sé að því komið hér á lándi — það er að því kömið eða því nær annars staðar sums staðar —, þá er ekkert á móti því, að bent sé á, hvert þetta aðalhlutverk er, og að Iy(t sé sem snöggvast tjaldinu frá leiksviði framtíðar- innar. Það verkefni, sem fyrir al- þýðunni liggur, þegar hún kem- ur í ríkisitt.er að grundvalla menn- ing jafnaðarstefnunnar og reisa hana þar, sem fallnar liggja rústirnar eftir hina rangnefndu menningu, sem auðvaldsöldin hefir haft í för með sér. Því er ekki hægt að lýsa, hvernig þeirri menningu verður háttað ( smáatriðum, en einn af ágætustu andans mönnum sfðast liðinnar aldar, Robert Ingersoll, hefir lýst henni svo í aðaldrátt- unum: »Mynd af framtíðinni stendur fyrir sjónum mínum. Ég sé land vort fult af ham- ingjusömum heimilum. Ég sé heim, þar sem hásætin eru fallin, einvaldarnir hafa verið hraktir á braut. Urvalsstjórn iðjuleysingjanna hefir verið sópað brott af jörð- unni. Ég sé heim án þræla. Loks eru mennirnir frjálsir. Nátt- úruöflin hafa víslndin gert að þrælum. Eidingin og Ijósið, vind- urinn og öldnrnar, ku'di og hiti og öll hin göfugu dularvöld jarðarinnar og loltstns eru óþreyt- andi þjónar mannkynsins. Ég sé heim friðarins, dýr- íegan gerðan af íögrum íistum, með fögnuði, hljómandi af mörg- um þúsundum radda, en yfir varir manna komá að eins orð kærleikans og trúfestinnar, — heim, þar sem engir fordæmdir kveljast, engir fangar þjást, — þar sem vinna og arður haldast í hendur.1) Ég sé he-im án nokkurrá, sem þurfa að betla, án ágirndar harð- úðugra, án rieyðarópa skelfing- arinnár, án lyga af afskræmdum vörum, án harðlegra augnaráða, fullra af fyrirlitningu. Ég sé kynslóð án Hkamlegra eða andlegra sjúkdóma, gáfaða og hrausta, — sameinað sam- ræmi Kfstarfs og lífmynda. Ég sé, hversu lífið verður lengra, gleðin verður meiri og kærleikurinn breiðir veldi sitt yfir alia jörðina, •— og alls 1) Lsturbi'ejtmg hór» Nýkomið: Hjólhestadekk og siöngur, prima sort, mjög ódýrt í Fálkanum. Gott, stórt kort yfir ísland óskast til kaups. Tilboð sendist blaðinu. staðar í öllum hinum mikla al- heimi lýsir hin einlífa stjarna mannlegra vona.< Það verk, sem enginn einn maður er einfær um að vinna, að breyta þessari mynd í stað- fastan, lifandi veruleika, bíður átekta alþýðunnar. Það verk er kötlun alþýðunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.