Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Qupperneq 1
jDafflU'-CTnnnut SIC3Q3 Miðvikudagur 26. mars 1997. ^:áí^Þ m nm— ■ *■* ■ m m ■ nt VESTURLAND Fermingar hófust á Akranesi sl. sunnudag í blíðskaparveðri. Fermingarbörn eru með færra móti þetta árið. Það telst þó e.t.v. ekki svo ýkja fréttnæmt en hitt er aftur merkilegra að þetta er síðasti fermingarárgangur sóknarprests okkar Skagamanna, séra Björns Jónssonar. Myndin hér að ofan var tekin sl. sunnudag er börn gengu til kirkju undir handleiðslu séra Björns, sem lætur af embætti í haust eftir farsælan feril í rúma tvo áratugi. Hvalfjarðargöng Hver verða áhrifm? Vinnu við stefnumótun í þjónustu á Akranesi með tilliti til opnunar Hvalfjarðarganga á næsta ári var hleypt af stokkun- um snemma á þessu ári. Fulltrúar íjölmargra verslunar- og þjónustu- fyrirtækja voru boðaðir á fyrsta fund nýverið. Þar var m.a. farið yfir stöð- una í þjónustu á Akranesi í dag; styrkleika hennar og veikleika. Þá var rætt um framtíðarsýn og markmiðssetningu. Yfirumsjón með þessu verkefni hafa þær Sigríð- ur Þrúður Stefánsdóttir og Bjarnheiður Hallsdótt- ir. Sorphirða Sorptunnur leysa poka af hólmi F ramkvæmdanefnd sorp- mála á Akranesi hefur lagt til við bæjarstjörn Fréttaöflun Látið vita af viðburðum • • Ollum fréttamiðlum er það nauðsynlegt að al- menningur veiti þeim að- hald jafnt sem upplýsing- ar. Það er því mikils virði að Skagablaðið fái að fylgjast með því sem er að gerast hverju sinni. Reynt verður að sinna flestu því sem markvert má teljast, svo lengi sem rými leyfír. Aðsetur ritstjórnar er á skrifstofu Pésans, Stillholti 18, sími 431 4222 eða 431 2261, fax 431 4122. Akraness, að keyptar verði sorptunnur sem verði framveg- is notaðar til sorphirðu í stað poka eins og nú er. Þá hefur nefndin lagt til að sorphirða í bænum verði í kjölfarið boðin út að nýju. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra, er gert ráð fyrir því að sorptunnurnar verði komnar í gagnið síðla sumars. Samkvæmt tillögum nefndar- innar er gert ráð fyrir því að húseigendur kaupi tunnurnar af bænum. „Þessi ákvörðun er í takt við nýjar og umhverfis- vænni áherslur í allri sorp- hirðu,“ sagði bæjarstjóri í sam- tali við Skagablaðið. „Pokarnir sem við höfum notað til margra ára eru ekki heppilegir og beinn kostnaður við þá hefur numið um 2 millj. króna á ári.“ Stutt er síðan úrskurður um umhverfismat vegna fyrirhug- aðar sorpurðunar í Fíflholti var felldur úr gildi. Þangað til grænt ljós verður gefið á urðun þar er gert ráð fyrir að sorpi frá Akranesi verði ekið til Sorpu. Fyrirhugað er einnig að bjóða út akstur með sorp á urð- unarstað. Til þessa hefur ekki verið móttaka á pappír til endur- vinnslu á Akranesi en þar kann að verða breyting á. í kjölfar til- lögu þar að lútandi frá Guð- mundi Vésteinssyni, varabæjar- fulltrúa Alþýðuflokks, hefur Framkvæmdanefnd sorpmála verið falið að taka málið upp. Á fundi hennar var bygginga- og skipulagsfulltrúa bæjarins falið að afla nánari upplýsinga og verðtilboða í blaðagáma. Veisluhöld Metheimtur úr borgiimi? Gríðarleg umferð aðkomu- bifreiða var á Akranesi sl. sunnudag. Margt kom þar til. Vor var í lofti, fyrstu fermingar í bænum þetta árið og síðast en ekki síst: Á Akra- nesi var til nóg bensín. Margir höfðu á orði að makalaust væri reyndar hversu hátt hlutfall stórra og vel bú- inna jeppa hefði verið í bílaflot- anum á sunnudaginn en þar kann líka margt að hafa komið til. Jepparnir rúma marga far- þega og eru aukinheldur með bensíntanka í stærri kantinum! Hvað sem öllum bensínpæl- ingum líður er ljóst að sjaldan hafa frændur og frænkur úr höfuðstaðnum haft eins ríka ástæðu til að skreppa í ferm- ingu upp á Skaga og einmitt á sunnudaginn. Því má með sanni tala um metheimtur í ferming- arnar. Skagasaga Skrásetjarmn settur af Samkomulag hefur orðið um það á milli Akranes- kaupstaðar og Jóns Böðv- arssonar að hann láti af ritun sögu Akraness í kjölfar óheyri- legs dráttar á verkinu. Allt bendir nú til þess að Gunnlaug- ur Haraldsson taki við verkinu. Rétt tæpur áratugur er nú liðinn frá því Ingimundur Sigur- pálsson, þáverandi bæjarstjóri, lét það verða sitt síðasta emb- ættisverk að skrifa undir samn- ing við Jón um ritun sögu Akra- ness. Áformað var þá, að þrjú bindi kæmu út árið 1992 á 50 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Fyrsta bindið kom reyndar út það ár en þar með var sagan öll, a.m.k. hvað höfundinn áhrærir. Nú er að því stefnt að gefa sögu Akraness, frá um 1700 til vorra daga, út í þriggja binda verki árið 2001. Því gefur auga leið að hluti þess ritverks skar- ast við það efni sem þegar er í fyrsta og eina bindi verks Jóns Böðvarssonar. Alla jafna er róiegt um að lítast á gömlu Olís-stöðinni niðri við höfn. En ekki á sunnudag. Menn voru á þönum við að fylla bensíntankana áður en haldið yrði um borð í Akraborgina.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.