Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1982, Blaðsíða 3
Fimnitudagur 19. mai 1982 aa Traust fólk vB BETRI BORG! til forystu BETRI BORG! Kristján Kristján Benediktsson: Fæddur 12. janúar 1923. Hann fæddist í Dalasýslu og ólst þar upp. Lauk íþróttakennara- próf i og f ór síðan í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan almennu kennarapróf i. Kennari við Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur í 14 ár. Árið 1963 gerðist Kristján fram- kvæmdastjóri við Tímann og gegndi því starfi í átta ár. Síðan hef ur hann verið í hlutastarf i hjá þingflokki Framsóknarflokksins ásamt starfi að borgarmálum. Kristján hefur átt sæti í borgar- stjórn frá árinu 1962 og verið borgarráðsmaður frá 1964. Auk þessa hefur hann tvivegis verið formaður Menntamálaráðs. Er nú formaður Fræðsluráðs og Framkvæmdaráðs. Kristján er kvæntur Svanlaugu Ermenreksdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. Sigrún Sigrún Magnúsdóttir: Fædd 15. iúní 1944. Útskrifaðist úr Kvennaskólanum i Reykjavík vorið 1961. Á árunum 1962 til 1967 bjó hún í Þýskalandi og starfaði í Deutsche Bank. Hóf fyrst afskipti af stjórnmál- um vorið 1970 er hún var kosin í hreppsnefnd á Bíldudal. Árin 1978 og 1979 tók hún þátt í kosn- ingum til Alþingis fyrir Fram- sóknarf lokkinn í Reykjavík og er nú varaþingmaður. Sigrún er formaður Félags framsóknar- kvenna í Reykjavík og á sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins. Síðan árið 1971 hefur Sigrún átt og rekið verslunina Rangá með meðeiganda sínum Agnari Árna- syni. AAaki: Kári Einarsson yfirverk- fræðingur. Þaueiga tvær dætur. Gerður Gerður Steinþórsdóttir: Fædd 17. apríl 1944. Lauk B.A. prófi frá Háskóla (s- lands 1970 og kandidatspróf i 1978. Stundaði einnig háskólanám í Skotlandi og var við rannsóknir í Svíþjóð. Kennari við framhalds- deildir gagnfræðaskólanna við Lindargötu og Flensborgarskól- ann í Haf narf irði f rá 1970 til 1977. Varaborgarfulltrúi Framsóknar- flokksins frá 1970. Er formaður Félagsmálaráðs, í stjórnarnefnd dagvistunar og stjórn Borgar- bókasafns. Er formaður Lands- samtaka framsóknarkvenna, í stjórn F.F.K. og í miðstjórn flokksins. Var í f ramkvæmdanef nd kvennafrís 1975 og i stjórn Kvenréttindafélagsins frá 1976. Maki: Gunnar Stefánsson bók- menntaf ræðingur og eiga þau þrjú börn. Jósteinn Jósteinn Kristjánsson: Fæddur 21. mars 1950. Hann lauk sjúkraliðaprófi árið 1974. Starfaði að félagsmálum sjúklinga á Kleppsspitalanum á árunum 1972-1981. Hann sat í Starfsmannaráði Kleppsspítalans á árunum 1977— 1981, þar af sem formaður síð- ustu tvö árin. Formaður starfs- mannaráðs ríkisspitalanna 198Q 1981 en er nú framkvæmdastjóri Bílaleigurínar Vík. Jósteinn hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá 1963, í stjórn Félags ungra Framsókn- armanna í 7 ár og þar af 1 ár sem formaður. Á sæti i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykja- vík. Maki: Gyða Brynjólfsdóttir og eiga þau fimm börn. • Ertu búinn að gleyma fyrirtækjaflóttanum frá Reykjavík í stjórnartíð sjálfstæðismanna? • Ertu buinn að gleyma að Reykvfkingum fækkaði um 1.500 manns síðustu tvö valdaár sjálfstæðismanna? • Ertu búinn að gleyma hvernig gamli Miðbærinn var orðinn sfðustu kjörtímabil sjálfstæðismeirihlutans? ! • Ertu búinn að gleyma biðröðunum hjá borgargjaldkera í valdatíð Sjálfstæðisflokksins? • Ertu búinn að gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekki greinarmun á málefnum borgarinnar og flokksins? • Ertu búinn að gleyma því þegar þeir sem vildu byggja einbýlishús urðu að flytjast í önnur bæjarfélög? • Ertu búinn að gleyma leigunámshugmyndum Alþýðubandalagsins? • Ertu búinn að gleyma afstöðu Alþýðuflokksins til Landsvirkjunarsamningsins?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.