Gripla - 01.01.1975, Síða 29
25
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
sagan stæðist formkröfu tegundar sinnar. En sums staðar hattar fyrir
á samskeytum, og ekki hefur hann gætt fyllstu samkvæmni. Ósam-
kvæmni og samskeytaskurfum fornaldarsögunnar má þakka það, að
athuganir á samsetningu hennar hafa leitt til vitundar um að hún er
óupphaflegri en dansinn.
Um skyldleikann standa þá aðeins tveir kostir eftir: Annaðhvort
hefur söguhöfundurinn farið eftir dansinum, og þá ef til vill eitthvað
heillegri en hann er nú varðveittur í nokkurri einni uppskrift, eða
fomaldarsagan og dansinn eiga sameiginlega efnisuppsprettu eða for-
rit. í síðara tilvikinu væri heldur tækilegra að gizka á lausamálsfrá-
sögn en kveðskap annan en dansinn. Um rímur af Illuga er ekkert
vitað, nema um þær sem ortar em út af efni fornaldarsögunnar.
Áður en reynt verður að leita svars við þessu, er vert að athuga
sannyrðin nokkm nánar. Þau em mikilvægt atriði í söguefninu og
nokkuð algengt minni í fornum sögum, en á íslandi munu þau ekki
kunn nema í Illuga sögu og ævintýri einu,16 sem mnnið mun frá sagna-
safninu Gesta Romanomm.17 Sannyrði em þess háttar kjami í frá-
sögnum, að ætla má að þau séu allföst í formi og minna háð breyt-
ingum en margt annað.
Efniságrip kunnra sannyrðasagna er prentað í íslenzkum ævin-
týrum,18 og má vísa til þess. Einnig er sama efni í styttri mynd í riti
P. Herrmanns um Danasögu Saxa.18 Hér nægir að taka fram, að Saxi
og söguefnið um Illuga em ein um það, að sannyrði em sögð til þess
að fá eld. Annars er minnið yfirleitt þannig, að maður bjargar sér úr
lífsháska (frá gálganum) með sannyrðasögn, og mun það vera upphaf-
legra. Fyrstu tvö sannyrðin (af sex) hjá Saxa em að viðfangsefni hin
sömu sem hin tvö fyrstu í fornaldarsögunni og norska dansinum. Þetta
em sannyrðin um bústað tröllanna og nef þeirra.
Sannyrðasögur era vel kunnar í danskri sagnaleifð,20 og í dönskum
10 H. Gering, útg., Islendzk Æventyri (Halle a. S. 1882-1884) I, bls. 244-245,
ævintýri nr. LXXXIV. Sbr. II, bls. 179-185.
17 Gering, tilv. rit, II, 180.
18 Gering, tilv. rit, II, 180-185.
10 P. Herrmann, Die Heldensagen des Saxo Grammaticus, II (Leipzig 1912),
bls. 297 o. áfr., sjá sérstaklega bls. 600-601.
20 í fyrsta lagi er frásögn Saxa, sem tekin er upp í Compendium Saxonis, sjá
útgáfu M. Cl. Gertz, í Scriptores minores historiæ danicæ medii ævi (Kpbenhavn
1917-18), I, bls. 334-335. Þaðan er efnið að öllum líkindum komið í dönsku rím-