Alþýðublaðið - 05.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ S m ásöl u verö á t ó b a k i má ekki vera hærra en hér segir: Mellemskraa (Augustinus, B. B., Kriiger eða Obel).kr. 22.00 kílóið Smalskraa (frá sömu firmum) — 25.30 — Rjól (B. B. eða Obel) .... — 10.20 bitinn Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutnings- kostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, þó ekki yflr 2 %. Landsverzlun. Aljiýðuhrauhgerðin selur hln þétt hnoðuðu og vel bökuðu Rúgbrauð úr bezta danska rúgmjölinn, sem hingað ílyzt, enda ern Jaa viðurkend af neytendnm sem framúrskarandi gðð. Yfirlit. V. PISTILL. Börnin. Fyrir tveim árum var mikið um það rsett og ritað, að eitt- hvað þyrfti að gera fyrir bðrnin hér í bænum. Það fanst öllum stórþörf á að gera eitthvað; eins og þá gengi, gæti þetta ekki gengið lengur. Nú um nokkurt skeið hefir verið hljótt yfir málinu. Er það af því, að börnin hafi fækkað, eða er það af því, að eitthvað hafi verið gert? Nei. Börnin hafa ekki fækkað; þau hafa fjölgað, og ekkert hefir verið gert. En, mfnir góðu menn! það er alveg víst, að svona getur þetta ekki gengið. Það er kvart- að undan þvf, að börnin séu að flækjast fyrir bilum og reiðhjól- um; þau megi ekki vera á göt- unni o. s. frv., en ef þau fara út af götunni, þá er ekki að fara annað en á lóðir, tún eða garða einstakra manna, sem, eins og eðlilegt er, ekki er um þann átroðning gefið. í einu orði sagt: Börnin hafa hvergi griðland; þau mega hvergi vera. Ég hatði hugsað mér, að for- sjón borgarinnar, bæjarstjórnin, ekkl síður eftir því, sem fulltrú- um Alþýðuflokksins fjöigaði þar, léti þetta mál alvarlega til sín taka, en svo hefir ekki orðið. Bærinn á jarðir nálægt Reykja^ vlk, sem eru mjög vel failnar til að reisa á þeim sumardvalarstaði fyrir börn. Sú hugsun, sem fyrir sumum hefir vakað, að koma börnunum á sveitaheimili á sumrin, verður aldrei framkvæmanieg, kemur aldrei að gagni nema að mjög litlu leyti. Bæjarstjórnin verður að »spandéra< einni jörð- inni sinni, Bústöðum eða Breið- holti, og setja þar á stofn til að byrja með sumarhæli fyrir börnin. Við höfum fengið vísi að gamalmennahæli. Það er að vfsu lítið og þarf að stækka. Nokkrir raenn og konur hafa fórnað tímá og kröftum til að hrinda þessu nauðsynjamáli af stað, ekki sér til frægðar né fjár, heldur af mannkærleika og samúð. Ég krefst ekki mannkærleika né samúðar af bæjarstjórn, en . ég krefst, að hún líti á málið, hvað börnum við kemur, frá »praktisku< sjónarmiði. Til þess að börnin veikiist ekki af of mikilli inniveru eða fylli að óþörfu Iungun af göturyki, svo að af því hljótist byrði fyrir bæjar- sjóðinn, þá hefjist bæjarstjórn handa og sjái um, að börn fái sumarhæli. Ég vil stinga því að Alþýðu- flokkstulltrúunum, að það er þarflegra að beita sér fyrir þetta mál í bæjarstjórninni en að slást fyrir því, að Mjólkuríéiágið fái einkarétt á mjólkursöiu, þó það fyndi upp á þvf að slá sér upp einhverju skrifli at moðsuðuvél- um, og væri ekki nema »rýmf- legt<, að Þórður á Kleppi styddi þá í baráttunni fyrir hreinu sumarlofti, eins og þeir (Alþýðu- flokkstulltrúarnir) studdu hran í moðsuðu-málinu. O. í E. Sbéiafræðsla á að vera 6- keypis og samelginleg fyrlr alla. BadkevitscL ---- (Frh.) g. apríl tór hátíð sú (Ram Naumi), sem áður er getið, fram. Skrúðganga mikil var haldin. Báðir helztu trúflokkarnir tóku þátt í henni. Þeir gengu fram hjá bústað landsstjórans og sungu »God save the King< (konungs- söngurinn brezki). Landsstjórinn reiddist samt svo sameiningunni, að hann lét taka fasta þá Kitch- lew og Satyapal og aka þeim í bíl burtu úr bænum. Þegar það fréttist, var ákveðið áð fara bónarterð til landsstjórans, Sir Michael O’Dwyer. Menn gengu í þúsundum berhöfðaðir áleiðis tll bústaðar hans. Á leiðinni komu þeir að járnbrautarbrú, en við hana var hersveit, sem bann- aði þeim yfirgöngu. Múgurinn staðnæmdist, en eftir fáein augna’ blik dundi skothríð á hann. Ind- verjarnir æstust og hlupu til að ná bareflum, en eftir lágu tugir dauðra og særðra. í snatri voru flestir Bretar þar vopnaðir og réðust með skotum á alla Ind^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.