Gripla - 01.01.1990, Page 27
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
23
Þorsteins, föður Hrólfs á Álfgeirsvöllum; en Bessi Hrólfsson veit
eg ei hvert þar var eður sá, er bjó að Urðum; hann var lögréttu-
maður og faðir Ingimundar á írafelli og Rafns vestra; margir
voru þeir gildlegir. En Sveinn hinn ríki, sá er getið var, á 111-
hugastöðum í Fnjóskadal, er sagt hafi átt V hundruð sauða, og
léti eitt ganga á dalnum á vetrum, annað í Tungu í Fnjóskadal,
þriðja í Reykjafjalli, en hina yngstu í sellandi; eitt sumar er sagt
hann hafi tekið III hundruð sauða, og rekið eitt í Húsavík, ann-
að á Akureyri, þriðja í Hofsós, og selt fyrir peninga, og látið alla
fallið mundi hafa á komanda vetri, nema svo væri lógað, og hafi
þá orðið fellivetur; er enn svo sagt hann hafi fólgið fé sitt í jörðu.
Hestavíg héldust við í landi hér, langt fram á daga Odds biskups
Einarssonar, sem fyrr var sagt, og nú er hér var komið, bjó Sig-
mundur að Garðsá í Kaupangssveit og var vel fjáreigandi; var illt
með þeim Sveini, en þeir kappsmenn báðir. Sigmundur átti hest
vindóttan, vaninn til vígs, hann gekk á dalnum fyrir vestan
Fnjóská, og var kallaður Fnjóskadals afrétt allur framdalurinn til
ódeilu. Hesturinn var oftast í hólunum, sem síðan eru kallaðir
Vindhólar, en þó tel eg eigi vissu fyrir örnefnum af þessu, þó
menn viti gjörla, að mennirnir voru uppi. Sveinn bóndi átti
bleikan hest vígtaminn, hann gekk framar á dalnum fyrir austan
ána, þar sem heitir Bleiksmýri, en annað tveggja er missagt um
göngu hans eða lit, nema svo sé, að Sveinn hafi valið beitina eftir
hestinum, því að miklu var fyrri kallaður Bleiksmýrardalur. Þeir
Sveinn og Sigmundur mæltu mót með sér að reyna hesta sína og
etja þeim á dalnum; voru þeir seinastir hestar vandir til vígs í
Norðurlandi eða á íslandi öllu. Þeir hlóðu tvo garða á Vindhóla-
nesi, sem enn sér merki til, og öttu hestunum milli garðanna, en
menn hjuggu sér rjóður fyrir ofan í hólunum, þeir sem vildu á
horfa, því að til vorra daga hefir verið skógland mikið í Fnjóska-
dal. Vindur var stærri og stirðleiknari, en Bleikur minni og
mjúkari; sviptust þeir lengi og hlupust á, en svo féll, er ei var
vant, nema kunnáttuleysi hafi valdið, þeirra er fylgja áttu, að
Bleikur tók á nára Vinds og reif á hol, svo að út héngu innyfli;
Vindur stökk á garðinn og braut í skarð mikið og féll síðan dauð-
ur, en Bleikur hljóp yfir ána, fram í stóðið á dalnum. Sigmundur
þykktist mjög við missir hestsins og óvirðing sína, er hönum
þótti, og kvað þetta verða mundi seinast hestavíg þar nyrðra;