Gripla - 01.01.1990, Side 45
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
41
Gunnuhver er nú horfinn, en mörg hveraop eru nú á svipuðum slóð-
um. (Sbr. Árbók Ferðafélagsins 1984, bls. 61, mynd).
FRÁSÖGNIN UM HESTAVÍGIÐ Á BLEIKSMÝRARDAL
SEM SAGNFRÆÐILEG HEIMILD
Þá er einnig ekki úr vegi að spyrja: Hvers virði er frásögn Jóns Espó-
líns og þá jafnframt skýrsla Jóns Jakobssonar um hestavígið, sem skrif-
uð var upp á Espihóli 13. ágúst 1779 og send til Kaupmannahafnar 6.
september sama ár, sem sagnfræðileg heimild? Sagan hefur á sér ein-
dreginn þjóðsögublæ, enda þótt lærður maður haldi á penna, eins og
latínuglósurnar í frásögn skýrslutextans sýna best. Raunar má segja,
að orð eins og al(iter) gat skrifari lært án þess að kunna latínu. En
skýringuna á orðinu vindóttur hefur latínulærður maður samið. Jón
Espólín bætir engu við um sjálft hestavígið, þegar sleppir tímasetning-
unni og því, sem óhjákvæmilega verður að fylgja henni, en eykur við
öðrum þjóðsögulegum atriðum um fjáreign Sveins ríka, hagagöngu
fjár hans, fjárrekstra hans í þrjá kaupstaði norðanlands og fólgið fé í
Jörðu, allt með hinum mesta ævintýrablæ. Engan veginn er það heldur
sjálfsagt mál, að látið sé óátalið, að hrossastóð bænda eins og Sveins
ríka á Illugastöðum og Sigmundar á Garðsá gangi frjáls inni á Bleiks-
niýrardal, sem Munkaþverárklaustur og Hrafnagilskirkja eiga allan
rett á, eins og best sést á því, að Jón prestur Arason, síðar biskup,
bregst hinn versti við, þegar maður nokkur lætur reka þangað í leyfis-
leysi 40 lömb árið 1508.
Jón Espólín var hátt á 10. aldursári (fæddur 22. október 1769), þegar
sagan um síðasta hestavígið á íslandi barst að Espihóli. Jón Espólín
hefur vafalaust verið gæddur traustu minni eins og fleiri frændur hans,
svo sem t.d. Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður. Það er þó ótrú-
legt, að Jón Espólín hafi svo ungur að aldri numið söguna til þeirrar
hlítar, að hann hafi munað hana nærri því orðrétta áratugum saman.
Miklu líklegra er, að Jón Jakobsson, sem sjálfur var fræðilega sinnað-
ur, hafi haldið eftir eftirriti af sögunni, þó ekki væri nema í bréfabók
sinni, en engar bréfabækur Eyjafjarðarsýslu úr embættistíð Jóns Jak-
obssonar hafa varðveitst til vorra daga. Líklegast er, að Jón Espólín
hafi haft þessa skýrslu föður síns skriflega fyrir sér, þegar hann samdi
frásögn sína í Árbókunum, og aukið við hana framan til munnmælum