Gripla - 01.01.1990, Side 68
64
GRIPLA
tæklegri eða yfirborðslegri og kemur það stundum þegar fram í M.
Gott dæmi þess er samtal Odds og Háreks hjá Herrauði, þar sem
skapraun Odds (harmur vegna vinamissis og tilfinning fyrir elli) kemur
skýrt fram í S, en vantar alveg í A/B og M.
Hins vegar getur stfllinn í A/B stundum verið grófari og óheflaðri.
T.d. segir Oddur við Ölvöru: ‘Hvað tröll veistu til þess?’ og eftir mis-
heppnaða sundkeppni Sigurðar og Sjólfs ‘kastar hann þeim upp á land’
í staðinn fyrir ‘flytur þá nú til lands’.
3.3.4. Eins og sjá má af því sem sagt var hér á undan um ástarlýsing-
ar í sögunni, virðist yfirleitt ekki vera mikið um áhrif frá riddaralífi og
riddarahugsjónum. Má þó vera að nokkuð grilli í sögusvið riddara-
sagna, þegar sagt er frá Akvitaníu og kannski einnig í frásögnum af
konungsborg Herrauðs. Fyrirmynd riddarans má ef til vill að nokkru
leyti sjá í framkomu Odds, þegar hann fer að eldast og sest um kyrrt.
Stöku sinnum má finna áhrif frá ‘lærðum stfl’, t.d. í notkun hluttaks-
orða í staðinn fyrir aukasetningar, eða í orðasamböndum eins og ‘þinn
vegur og virðing’, ‘um sker og um skóga, eyjar og andnes’; og alveg
víst má telja að A/B-gerðin hafi tekið upp mótíf og efnisatriði úr nýrri
alþjóðabókmenntum (eitt dæmi er, að Oddur rífur alla ásjónuna af
Ögmundi, sem á sér hliðstæðu í þýska kvæðinu Salman und Morolf,
sjá Naumann 1978, aths. 43). En þó að nýjungar í stfl, mótífum, efni
og frásagnarhætti séu ekki eins áberandi og í riddarasögum, þykir mér
þróun sögunnar frá eldri til yngri gerðar merkileg, meira að segja
dæmigerð.
4. Fað er vissulega alveg rétt sem R.C. Boer segir í yfirliti sínu yfir
handrit Örvar-Odds sögu 1888, að sagan hafi upprunalega verið til-
tölulega raunsæ, en hafi í yngri gerðum breyst samkvæmt smekk seinni
tíma. Lítum því enn einu sinni sem fljótast yfir þróun hennar í heild og
reynum að skilja meginatriði hennar.
4.1. Eins og flestir fræðimenn munu álíta, er sögulegur kjarni í Örv-
ar-Odds sögu: hjá Saxo Grammaticus kemur fyrir einhver ‘Jathriae
regulus Oddo’ og Sögubrot af nokkrum fornkonungum í Dana- og
Svíaveldi nefnir ‘Odd víðförla af Jaðri’. Það getur vel verið, að einhver
smákonungur frá Suðvestur-Noregi, nefndur Oddur, hafi (ef til vill á
9. öld) farið Bjarmalandsför og kannski víðar um heim og að hann hafi
orðið frægur sem vfldngur og bogaskytta. Munnmæli eða munnmæla-