Gripla - 01.01.1990, Síða 82
78
GRIPLA
móður ívars víðfaðma’. Móöld digra er nefnd kona Hálfdanar snjalla
og móðir ívars víðfaðma í ættarskrá í Rerum Danicarum fragmenta,8
en annars staðar er hennar hvergi getið. Væntanlega er kaflinn í ÓlTr
kominn úr sögu þar sem Móaldar digru og ívars víðfaðma hefur beggja
verið getið áður. í ÓlTr segir að Eava sonur Ubba konungs hafi lagt
undir sig ríki Ólafs Kinrikssonar, en hann hafi síðar gerst skattkonung-
ur á Jótlandi ‘fyrst Hrings konungs, en síðan Ragnars loðbrókar.’ Sagt
er að Ólafur var faðir Gríms gráa, föður Auðúlfs öflga, föður Gorms
heimska, en síðan tekur við frásögn sem er hliðstæð upphafi Jómsvík-
inga sögu, og er þar gert ráð fyrir að Gormur heimski hafi verið sami
maður og Gormur fóstri Þræla-Knúts. Ensku konungarnir Ingjaldur,
Ubbi og Eava eru í konungatali Resensbókar nefndir Ingeld, Ioppa og
Eava, en þau nöfn eru komin úr engilsaxnesku konungatali.9 Ólafur
Kinriksson er væntanlega ættaður úr sömu ensku heimildum og Ingj-
aldur, Ubbi og Eava; í konungatali Resensbókar er nefndur Kinrik,
sjötti konungur á undan Ingeld, og Kenreð næstur á undan Ingeld,
sem kemur heim við áðurnefnt engilsaxneskt konungatal. Ólafur Kin-
riksson, sonur hans Grímur grái og sonarsonur Auðúlfur öflgi, hafa
notið lítillar umönnunar fræðimanna, og hefði verið gustuk, ef Bjarni
Guðnason hefði tekið þá upp á sína arma og fengið þeim vist hjá
Skjöldungum, en það hefur hann líklega ekki viljað gera, af því að
hann hefur talið frásagnir í lokum Sögubrots standa nær upphaflegum
texta Skjöldunga sögu en 61. kap. ÓlTr, en í Sögubroti segir að sá kon-
ungur hét Aðalbrikt sem lagði undir sig Norðimbraland á efri árum
Sigurðar hrings og að hans synir hétu Ama og Ella, en Ella sá er vænt-
anlega hinn sami og getið er í Ragnars sögu loðbrókar og Ragnarssona
þætti.
Eins og áður segir er stuðst við ýmsar heimildir í 60.-65. kap. ÓlTr,
en ég sé engin líkindi til að á þeirri samsteypu sé handbragð þess
manns sem setti ÓlTr saman; hans stíl bregður hvergi fyrir í þessum
köflum, nema hvað aðeins örlar á honum í beinni ræðu sem er höfð
eftir þeim saxneska þræl sem sagði Knúti fundna ætt sína, sjá ÓlTrEA
1126.1-10. Þá virðist einsætt að höfundur ÓlTr hafi tekið þessa kapít-
8 Bibl. Arn. IX, bls. 353.29-30, og XII, bls. 240 og 244-45.
9 Sjá Anthony Faulkes, ‘The Genealogies and Regnal Lists in a Manuscript in Res-
ens’s Library’, Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, Reykjavík
1977, bls. 177-90.