Gripla - 01.01.1990, Side 86
82
GRIPLA
honum hafa um það að segja og sýnir fram á hvaða heimildir sé líkleg-
ast að höfundur hafi stuðst við. Um samband sögunnar og Heims-
kringlu segir Bjarni meðal annars:
Það er engu líkara en höfundar forðist markvisst að rekja sögu-
þráð Hkr., og er Knýtl.s. augljóslega fyllingarrit við hana. Með
því er átt við, að höfundur hafi stöðugt Hkr. til hliðsjónar, víki
sér yfirleitt undan því að endursegja hana, en sæki til annarra
sögubóka, þegar færi gefst.14
Ég fæ ekki betur séð en að þarna sé vinnubrögðum höfundar Knýtl-
inga sögu rétt lýst; hann hefur af skiljanlegum ástæðum sleppt öllum
frásögnum Heimskringlu, sem voru Danakonungum til vansæmdar, en
það skýrir ekki allt sem hann lætur ósagt. Bölvunin er að upphaf sög-
unnar skuli vera varðveitt einungis í eftirritum einnar skinnbókar, en
af því leiðir að ekki verður fullyrt að 21 kapítuli í upphafi hennar sé
óbreyttur texti höfundarins.
Bjarni Guðnason ræðir um nafn sögunnar á bls. lxxii-lxxiii í formála
og bendir á að það komi fyrir í eftirriti Árna Magnússonar af Cod.
Ac.; þar hefur Árni Magnússon skrifað efst á fyrstu blaðsíðu: ‘(Æfi
Danakonunga, vulgo Knytlinga saga.)’. í Ólafs sögu helga eftir Snorra
Sturluson er heitið Knýtlingar haft um afkomendur Knúts ríka, bæði í
sérstöku sögunni og í Heimskringlu, svo og í Morkinskinnu og Fagur-
skinnu,15 og bendir Bjarni á, að Gormur gamli, Haraldur blátönn eða
Sveinn tjúguskegg séu hvergi nefndir Knýtlingar í fornum sögum, en af
þessu leiði, að sú ályktun verði ekki dregin af nafninu Knýtlinga saga,
að sagan hafi upphaflega byrjast á frásögnum af Knúti fundna. Hér
hefði Bjarni mátt styðja mál sitt með því að vitna í orð Árna Magn-
ússonar í samantekt hans um íslendingabók Ara fróða: ‘. . . Knytling-
orum ( : Canuti magni nepotum) historia . . ,’16 Því miður er ekki vit-
að með vissu að hvaða marki titill sögunnar í eftirriti Árna Magn-
ússonar styðst við Cod. Ac. í eftirritinu hefur Árni tölusett kapítula
14 Bls. lxxvi-lxxvii.
15 Saga Óláfs konungs hins helga, utg. av Oscar Albert Johnsen og Jón Helgason,
Oslo 1941 (stytt hér á eftir ÓIHJH), bls. 596.1 og 611.5. Snorri Sturluson, Heimskringla,
Bjarni Aðalbjamarson gaf út (fsl. fomrit XXVII), Reykjavfk 1945 (stytt hér á eftir
HkrBA), bls. 401.5 og 412.18. Morkinskinna, udg. ved Finnur Jónsson, Köbenhavn
1932, bls. 18.10, 22.12 og 89.12-13. Fagrskinna, udg. ved Finnur Jónsson, Kdbenhavn
1902-03, bls. 195.16 og 235.5.
16 Árni Magnússons levned og skrifter, Kobenhavn 1930, II, bls. 74.8-9.