Gripla - 01.01.1990, Page 89
UM DANAKONUNGA SÖGUR
85
Jakob Benediktsson hefur sýnt fram á, að Arngrímur lærði hafi not-
að handrit af Knýtlinga sögu þegar hann samdi Rerum Danicarum
fragmenta, sem hann lauk við 1596. Jakob telur að handrit það sem
Arngrímur notaði hafi verið af A-flokki, en muni þó hvorki hafa verið
Cod. Ac. né AM 20 b I fol., eða eftirrit af þessum skinnbókum, heldur
handrit sem engar leifar séu lengur til af. En af þessu leiðir, að við út-
gáfu Knýtlinga sögu verður að taka tillit til texta Arngríms; t.d. stend-
ur í upphafi 95. kapítula í eftirritum af Cod. Ac.: ‘Þat finnsk ritat í
fróðum dgnskum bókum . . .’, sjá DS 258.2; en í eftirritum af AM 180
b fol. stendur ‘fornum’ í stað ‘fróðum’ og hjá Arngrími: ‘. . . in anti-
qvissimis Danorum annalibus scriptum reperitur’,24 sem bendir til að
fornum gæti verið upphaflegri texti en fróðum. En nafn sögunnar kem-
ur hvergi fyrir hjá Arngrími.
Augljóst er að Brynjólfur biskup hefur ekki haft neitt handrit af
Knýtlinga sögu þegar hann skrifaði Arngrími lærða 1642, en síðar hef-
ur hann fengið 180 b lánað norðan úr landi og látið Jón Erlendsson í
Villingaholti skrifa söguna eftir því. Árni Magnússon fékk 7 blöð úr
AM 20 b I fol. frá Skálholti og 2 frá séra Halldóri Torfasyni í Gaul-
verjabæ. Um þessi blöð segir Árni m.a. í AM 20 c fol., bls 17r:
Þetta Knytlingasógu fragment hefur (öefad) annadhvert fylgt
Skalholltskirkiu, eda vered eign Mag. Bryniolfs. Eg skylldi trua
þad hefdi þá alla reidu ei vered nema litid fragment (þö kynni
miked þar af sidann tynt ad vera) fyrst Mag. Bryniolfur hefur
ecki lated epter þvi skrifa.
Jakob Benediktsson telur að handrit það sem Arngrímur lærði not-
aði hafi verið náskylt AM 20 b I fol.25 En þegar þetta er lagt saman:
fyrirspurn Brynjólfs biskups til Arngríms lærða um handrit Knýtlinga
sögu og varðveitt brot úr handriti náskyldu því sem Arngrímur lærði
notaði og líklegast er að séu komin úr fórum Brynjólfs biskups, hlýtur
sú spurning að vakna, hvort AM 20 b I fol. sé raunar ekki leifar af
handriti því sem Arngrímur notaði og að hann hafi sent Brynjólfi þetta
brot eftir að hann fékk bréfið.
Þessar hugleiðingar hér á undan um handrit Knýtlinga sögu eru ein-
ungis sprottnar af því, að undarlegt upphaf sögunnar hlýtur að leiða
huga lesandans að því, hvernig varðveislu hennar sé háttað.
24 Bibl. Arn. IX, bls. 430.19-20, og XII, bls. 89-90 og 253, aths. við IX 430.19.
25 Bibl. Arn. XII, bls. 89-90.