Gripla - 01.01.1990, Síða 96
92
GRIPLA
tekið fram. Um Valdimar III Valdimarsson segir að hann var kon-
ungur ‘með feðr sínum nQkkura vetr’.34 Valdimar III var tekinn til
konungs 1215 og krýndur 1218, en dó 1231. Aðrir synir Valdimars
gamla eru nefndir Eiríkur og Abel og Kristófór, og frillusynir tveir:
Knútur hertogi og Nikulás greifi. Nikulás dó 1218, en hafði fengið
greifadæmi 1216. Knútur varð hertogi 1219. Eiríki var gefið konungs-
nafn 1231, og hefur hann því verið konungur með föður sínum í tíu ár,
Abel varð hertogi 1232 og konungur 1250, og Kristófór varð konungur
1252. Nú mætti reyna að tímasetja konungatalið eftir því, að dauða
Valdimars gamla er ekki getið né heldur dauða Valdimars sonar hans,
sem dó 1231. Frillusynir Valdimars gamla eru titlaðir: hertogi Knútur
og greifi Nikulás, en synir hans með Berengaríu, Eiríkur, Abel og
Kristófór, eru nefndir án titla. Eftir þessu mætti gera ráð fyrir að kon-
ungatalið hafi verið sett saman eftir 1219 og fyrir 1231. Þá er að athuga
hvort notkun heimilda í konungatalinu bendi til að þessi tímasetning
fái staðist. Bjarni Guðnason vísar í fáeinum stöðum til Heimskringlu
sem heimildar, sjá nmgr. 11, þar sem tekið er upp það sem í Heims-
kringlu segir um Ragnhildi móður Eiríks blóðöxar til samanburðar við
texta konungatalsins. í þessum stað er sama orðalag í konungatalinu
og Heimskringlu:
Heimskringla:
Hann fekk þeirar konu er Ragnhildr hét,
dóttir Eiríks konungs afjótlandi. Hon var
kglluð Ragnhildr in ríka. Peira sonr var
Eiríkr hlóðóx.
Konungatalið:
Hannfekk þá konu af Danmgrk, er Ragn-
hildr hét, ok hyggju vér hana verit hafa
dóttur Eiríks konungs ins síðara af Jót-
landi, er fyrr var nefndr. Peira son var Ei-
ríkr blóð0x.
Þarna verður að gera ráð fyrir að annaðhvort ritið styðjist við hitt,
nema um sameiginlega heimild sé að ræða. Annars staðar þar sem
Bjarni vísar til Heimskringlu sem heimildar eða hugsanlegrar heimild-
ar (nmgr. 16 og 39) getur allt eins verið um aðrar heimildir að ræða,
t.d. Fagurskinnu. Sama máli gegnir um dæmi það sem Gustav Albeck
nefnir í doktorsriti sínu, Knytlinga (Kjöbenhavn 1946), bls 23; hann
telur að frásögn konungatalsins af sáttmála Magnúsar góða og Hörða-
Knúts sé sótt til Heimskringlu, en þar koma aðrar heimildir engu síður
til greina: Ágrip, Morkinskinna eða Fagurskinna. Öllu vænlegri til ár-
34 DS, bls. 335.13.