Gripla - 01.01.1990, Side 178
174
GRIPLA
sem um er að ræða, eru svo lítilfjörlegar, að þær hafa engin áhrif á
hlutföll eða heildarmynd, sem hér er dregin upp.
Einnig er rétt að vekja athygli á því, að talningin tekur einungis til
ritorða (graphic words). Gerður er greinarmunur á föstum hástöfum
sérnafna og lausum hástöfum samnafna, sem eru lagðir að jöfnu við
lágstafi. Mannsnafnið Finnr er ekki sama orðmynd og finnr (af sögn-
inni finna). Hins vegar telst Ok alltaf vera sama orðmynd og ok. Ok
kemur nokkrum sinnum fyrir sem samtenging í upphafi vísu, en aldrei
sem sérnafn.
3.0 Niðurstaða talningar. í þeim texta eddukvæða Konungsbókar,
sem nú hefir verið lýst, reyndust vera 31557 lesmálsorð og 7762 mis-
munandi orðmyndir. Þetta merkir m.ö.o., að 7762 orðmyndir koma
fyrir samtals 31557 sinnum. Meðaltíðni orðmyndar er því tæplega 4,07.
Þessi tala kann að hækka eitthvað í hinni fyrirhuguðu útgáfu. Staf-
setningunni verður væntanlega breytt til samræmis við orðabækur og
hert á samræmingarkröfum. Lítils háttar misræmis hefir orðið vart í út-
gáfu Jóns Helgasonar. Orðið rök kemur fyrir 24 sinnum í textanum (23
sinnum í útgáfu Jóns). í þrjú skipti er það stafsett r0k (öll dæmin úr
Völuspá), en endranær er skrifað rrpk. Þótt orðmyndum fækki eitthvað
við frekari samræmingaraðgerðir, breytist heildarmyndin varla til
neinna muna.
Á súluritinu má sjá, hver er lengd hvers kvæðis, bæði í lesmálsorð-
um talið og mismunandi orðmyndum. Þegar kvæðunum er raðað eftir
tölu lesmálsorða, verða Hávamál fyrst og eru langlengst, 4030 orð, en
Guðrúnarkviða III síðust, aðeins 236 orð. Ekki mun fjarri lagi, að
meðaleddukvæði sé um 1000 lesmálsorð (ef farið er út fyrir Konungs-
bók), og má þá hafa í huga, að tvö kvæði Konungsbókar eru skert
vegna eyðunnar í handritinu, sem fyrr var getið. Að lengdinni til sam-
svara Hávamál fjórum meðalkvæðum.
Ef kvæðunum hefði verið raðað eftir tölu mismunandi orðmynda,
hefðu Hávamál einnig orðið fyrst og Guðrúnarkviða III síðust, en röð-
in þar á milli hefði riðlast dálítið, eins og dökku súlurnar sýna.
Hlutfallið á milli lesmálsorða og orðmynda er ekki jafnt. í aðalat-
riðum er það því hærra sem textinn er lengri, en það er ekki einhlítt. í
öllum textanum er hlutfallið sem fyrr sagði 4,07, en af einstökum
kvæðum er það hæst (2,75) í Alvíssmálum (nr. 19 á súluritinu) og síðan
í Hávamálum (2,73), en lægst í stysta kvæðinu, Guðrúnarkviðu III