Gripla - 01.01.1990, Page 216
212
GRIPLA
stundarhvíld í stóli Krists (‘un petit se reposet,’ v. 120), ekki aö í þann
stól hafi aldrei nokkur maður sest né muni sitja þar framar (‘Ainz nen
i sist nuls hum, ne unkes pus uncore,’ v. 122). Karlamagnús kvæðisins
fyllist líka gleði yfir þeirri miklu fegurð sem við honum blasir í kirkj-
unni (v. 123), en ekki er þeirrar gleði getið í sögunni og ekki er því
heldur lýst hversu vel Karlamagnús tekur sig út í stólnum sem Kristur
sat í: ‘Karles out fer le vis: si out le chef levez’ (v. 128).25
Ljóðlína 131 er felld brott, en þar segir að Gyðingurinn sem kom í
kirkjuna hafi ekki þorað að horfa framan í Karlamagnús, því að hann
hafi verið svo mikilúðlegur. Og ekki er heldur greint frá því í sögunni
að Gyðingurinn hafi hlaupið upp marmaratröppur í einu stökki til að
ná fundi patríarkans (v. 133).
Þó að Gyðingurinn í sögunni vilji láta skírast, hvetur hann samt ekki
patríarka til að hraða sér að skírnarfontunum, né heldur tilkynnir hann
patríarka að postularnir séu komnir í heimsókn, því að felldur er brott
seinni helmingur ljóðlína 135 og 140.
Þegar patríarki kemur á fund Karlamagnúsar í kirkjunni tekur sá
síðarnefndi ofan höfuðfat sitt og þeir spyrja hvor annan tíðinda, en
ekki er þess getið í sögunni því að felldur er niður fyrri helmingur ljóð-
línu 146 og seinni helmingur ljóðlínu 147.
Er þá komið að hinum helgu dómum sem patríarki gefur Karla-
magnúsi. Aður en ég fjalla um þá er rétt að staldra við og athuga fáein
atriði önnur þar sem sögu og kvæði ber á milli.
Ljóðlínur sem felldar eru brott hafa einkum að geyma lýsingar. Lýs-
ingarnar á reiðskjótum og útbúnaði Karlamagnúsar og liðs hans, sem
getið var um hér að framan, eru mun einfaldari í sögunni en í kvæðinu,
en einmitt þær lýsingar þykja bera þess merki að skáldið hafi viljað
sveipa förina til Jórsala sem mestum dýrðarljóma og um leið upphefja
Karlamagnús.26 Umhverfis hann er allt með virðingu og glæsibrag.
Hugsanlegt er að þýðanda hafi fundist að pflagrímsferðir ættu að hafa
á sér yfirbragð einfaldleika og ekki eins mikinn umbúnað og fram
kemur í kvæðinu, og því hafi hann numið brott nokkrar ljóðlínur. En
líka er hugsanlegt að hann hafi álitið að það væri áhrifameira að lýsa í
einföldum dráttum öllu því gulli og silfri sem Karlamagnús tekur með
25 Le Voyage de Charlemagne: Karl lyfti ásjónu sinni og var mikilúðlegur.
26 Sjá J. Horrent, Le pélerinage de Charlemagne. Essai d’explication littéraire avec
des notes de critique textuelle, Paris 1961, bls. 26-28.