Alþýðublaðið - 05.06.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.06.1923, Blaðsíða 3
ALÞTÐUBLAÐZÐ verja, sem verið hofðu í forinni. Sums staðar sló í bardaga, en alls staðar höfðu hinir hvítu mannúðarvinir yfirhöndina. Nokkrar opinberar byggingar voru eyðilagðar og 3 Bretar drepnir. Þá var Dyer hershöfðingi frá Láhore kallaður þangáð. Hann lýsti herlögum í bænum og bann- aði alla fundi. 13. apríl gekk drengur með trumbu um bæinn og kaliaði menn til fundar á torgi einu í bænum. Þessi dagur er nýjárs- dagur Hindúa, og fjöldi manna kom úr nærliggjandi héruðum til að skemta sér, án þess að þeim væri kunnugt um ástandið. KI. 4 e. h. hófst fundurinn. Dyer hershöfðingi fór þangað með her og tók sér stöðu í að- algötum tveim, sem að torginu liggja. Hánn lét án nokkurrar viðvörunar hefja skothríð á mann- fjöldann. Létu þar Ufið yfir 1000 manns á, öllum áldri, konur og karlar, og enn þá fleiri særðust. Hann lét það um mælt, að fyrir hvern Breta, sem drepinn yrði, skyldi hann sálga þúsund Ind- Munið, að Mjólkurfélag Reykjavíkur sendir yður daglega heim mjólk, rjóma, skyr og smjör, yður að kostnað- arlausu. — Pantið í síma 1387. Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudagá ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. — Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- verjum. Það sannaðist seinna við rannsóknir, að upphafsmaður íundarins var keyptur at Bretum, og hafði hann, eftir að skothríðin hófst, reynt að telja mönnum trú um, að engar kúlur væru notað- v ar. Þegar Dyer hershöfðingi var spurðuraf rannsóknarnefnd þeirri, er skipuð var, hví hann hefði ekki hlýtt hinni viðteknu reglu að segja upp herlög og skipað 5_ Söngvar jafnaðarmanna eru hvataljóð, sem útlend og innlend ágætisskáld, svo sem Poptier, Overby, Einar Benediktsson, Sig. Júl. Jó- hannesson, Þorsteinn Gíala son, Jón Þórðarson, Hali- grímur Jónsson, Jóo S. Berg- mann, Þorsteinn Erlingsson, Ágúst Jónsson o. fl., hafa ort til alþýðunnar. Fást á afgreiðslu Alþýðu- blaðsins og í Sveinabók- bandinu, Laugavegi 17 B. mönnum að fara burtu, áður en hann greip til vopna, svaraði hann því, að hann hefði ekki hirt um hlátur Indverjanna. Hann neitaði ekki, að hann hefði látið skjöta á þrjár þröngar út- göngudyr á torginu, einu leiðirn- ar, sem fœrar voru. Vopnin voru liríðskotábyssur. Hér var um að ræða djötullega úthugsað morð á þúsund saklausum mönnum,; Edgar Rice Burroughs: Dýr Tarzane. í stafni tveggja bátanna stóðu hlaupaiarnir, er höfðinginn hafði sent. Það var auðséð, að þeir höfðu verið sendir til þess að sækja þennan flokk, og að merkið af bakkanum var fyrir fram ákveðið. Á fáum augnablikum lögðust bátarnir að sefi vöxnum bakkanum. Svartir hermenn stigu á land og með þeim sex hvítir menn. þeir voru svipljótir menn, en enginn þó ein3 og sá hinn svartskeggjaði, er stjórnaði þeim. >Hvar er hvíti maðurinn, sem sendimenn þlnir segja aðj sé hjá þér?< spurði hann höfðingjann. >Py]gdu mér, herra,< svaraði svertinginn. >Ég hefi kappkostað að hafa lágfc i þorpinu, svo hann svæfi, unz þú kæmir. Ég veit ekki, hvort hann leitar þín til þess að gera þér ilt, en hann spurði mig mjög um þig og ferð þína, og hann er líkur þeim, er þú lýstir fyrir mér og þú hólzt að væri öruggur í landi því, er þú nefndir Skógarey. Heíðir þú ekki sagt mér söguna, hefði óg ekki þekt hann, og þá heföi hann getað farið á eftir þér og drepið þig. Ef hann er vinur, en ekki óvinur, hefir honum ekkert ilt verið gert, herra, en ef hann reynist óvinur, þá þætti mér verulega gaman að hafa riffil og skotfæri.< >Þú heflr vel gert,<. svaraði hvíti maðurinn, >og þú skalt fá riffil og skotfæri, hvort sem hann er vinur eða óvinur, það er að segja, ef þú ert með mér.< >Ég skal vera með þór, herra,< sagði höfðinginn, >og komdu nú og sjáðu g.estinn, sem sefur f kofa mínum.< Að tvo mæfltu gekk hann á undan að kofa þeim, er Tarzan svaf í og átti sór einskis ills von. Á eftir þessum tveimur komu hinir hvítu menn- irnir og tuttugu hermenn svartir, en allir læddust eins og mýs. Þegar þeir komu í kofadyrnar, lék djöfullegt glott um varir þess svartskeggjaða, er hann sá hinn sofandi risa. Höfðinginn leit spyrjandi framan í þann hvíta, en sá kinkaði kolli framan í surt til marks um, að grunur hans hefði verið réttur. Hann snéri sér nú að þeim, sem á eftir þeim voru, benti á hinn sofandi mann og gaf þeim merki um að grípa hann og binda. Augnabliki síðar hafði heil tylft þorpara ráðist á Tarzan, er ekki varð lítið hissa, og sro snarir voru þeir, að hann var bundinn áður en hann gat séL' nokkra bjðrg veitt. Þeir vörpuðu honum á bakið, og er honurn varð litið á þá, sem stóðu umhverfis hann, sá hann hið illgjarna andlit Nikolas Rokoffs. Rússinn urraði. Hann gekk fast að Tarzan, >Svín!< æpti hann. >Ertu ekki enn búinn að læra nóg til þess að forðast Nikolas Rokofí?< Hann sparkaði í andlit hins bundna manns. >Þetta skaltu hafa fyrir komuna,< eagði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.