Gripla - 01.01.1990, Page 241
JÓRSALAFERÐ
237
ureisuns se getent, unt lur culpes batud,/ E prient Deu del cel. . .’, w.
668-69). í sögunni eru þessar ljóðlínur dregnar saman og kemur því
ekki fram að Frankismenn iðrist. Og þeir biðja guð þess að hann
verndi þá fyrir Húgoni sterka (‘del rei Hugun le fort que les garisset
úi’, v. 670). í sögunni er bæn þeirra dálítið öðruvísi og auk þess lengri:
‘ok báðu þess guð, at hann skyldi rétta mál þeirra, svá at eigi skyldi
Hugon keisari yfir þá stíga.’106 Svo virðist sem Frankismenn séu að tala
frammi fyrir ‘dómara’. En fyrir tilstilli helgidómanna gerist kraftaverk,
engill drottins birtist Karlamagnúsi og lofar honum aðstoð. Aðstoð sú
(þe. kraftaverkin sem síðan gerast) hefur að vonum vafist fyrir mönn-
um, því að hún er dálítið óvenjuleg. Samt er drottinn ekki sáttur við
framkomu Frankismanna og lætur engilinn ávíta þá:
Des gas qu’er sair desistes, grant folie en fud:
Ne gabez ja més hume, 50 cumandet Christus! (vv. 675-76).107
í sögunni segir:
gabb þat er þér héldut í nótt, þat var fólska mikil; en þau orð
sendi guð, at þú gabbir aldri menn síðan, fyrir því at þat var
fólska mikil er þér mæltut.108
Er lögð þyngri áhersla á það í sögunni en í kvæðinu hversu heimsku-
lega Frakkar hafa hagað sér, og fer nú lítið fyrir ‘visku’ þeirri sem
Karlamagnús gortaði af framar í sögunni (sbr. bls. 213).
Þegar engillinn er búinn að tala við Karlamagnús stendur Karla-
magnús á fætur, lyftir hendi og gerir krossmark. Frá þessu atriði er
ekki greint í sögunni, því að felldar eru brott ljóðlínur 679-80.
í þessum kafla sögunnar eru felldar brott 3 ljóðlínur.
Ljóðlínur 682-725, kap. 15.
Karlamagnús og jafningjar ganga fyrir Húgon keisara og segjast
vera reiðubúnir að fremja göbbin. Skuli Húgon velja hver á að
byrja. Hann kýs Oliver. Um kvöldið er Oliver leiddur til dóttur
106 Unger, bls. 478.
107 Le Voyage de Charlemagne:
Göbb þau sem þið sögðuð í gær voru mikil heimska:
Kristur segir að þið skuluð ekki hæða menn framar.
108 Unger, bls. 478.