Gripla - 01.01.1990, Page 331
STAÐA KONUNGSSKUGGSJÁR
327
bendir á að í einstökum atriðum hafi Schreiner e.t.v. gefið orðum
Konungsskuggsjár nákvæmari og sterkari merkingu en þau höfðu í
raun og veru.13 í eðli sínu sé Konungsskuggsjá að verulegu leyti bók-
mennta- og jafnvel málskrúðsverk, og þess vegna víðsfjarri því að vera
tæknilegt rit um heimspeki eða lögfræðileg atriði.14 Niðurstaðan virðist
einna helst sú, að Konungsskuggsjá byggist ef til vill ekki á neinni
ákveðinni grundvallarhugmynd og hafi ekki skýrt afmarkaðan tilgang,
heldur sé höfundurinn talsmaður ákveðins þjóðfélagshóps og ráði þá
hagsmuna- og áhugamál hans efnisvali verksins.15
Jafnvel þótt þessir sagnfræðingar séu mjög á öndverðum meiði um
ýmis einstök atriði,16 útiloka kenningar þeirra ekki hverjar aðrar. Hér
er nefnilega ekki um að ræða andstæðar túlkanir á sama texta, heldur
mismunandi viðhorf sem byggjast öll á einhverjum þáttum hans. Ef
Konungsskuggsjá er lesin í heild má þar finna öll þessi atriði hlið við
hlið: ritið er óneitanlega bókmennta- og málskrúðsverk, sem á að
kenna mönnum að haga orðum sínum við ýmis konar aðstæður, það er
einnig kennslubók fyrir framagjarna unglinga, í því er haldið fram
skrift rettet mot geistligheten og konkludert med at denne oppfatningen neppe er hold-
bar’. Sama stað, bls. 268.
13 Sbr. bls. 96: ‘Det har ikke lykkedes Schreiner á finne noen direkte parallell til
Kongespeilets begrepsbruk, og hans eksempler má derfor sies S ha liten bærekraft. S&
lenge det ikke kan pávises at Kongespeilet m& tolkes ut fra en fast europeisk ter-
minologi, har det nemlig liten hensikt S henvise til kroningens statsrettslige betydning i
land hvor den hadde árhundregamle tradisjoner for S belyse forholdene i Norge i en tid
da den var i ferd med S bli innfort’. Sbr. einnig bls. 347. - Pess ber þó að gæta, að Sverre
Bagge, sem hefur fyrstur fræðimanna gert heildarrannsókn á stjórnmálakenningum
Konungsskuggsjár og sett hana í víðara samhengi en nokkur annar, er í mörgum atrið-
um sammála kenningum Schreiners, sem hann telur á meiri rökum reistar en kenningar
eldri fræðimanna.
14 Sverre Bagge leggur áherslu á ‘Kongespeilets sterkt litterære preg’: ‘Verket har li-
te til felles med en filosofisk eller juridisk traktat’. ‘Spráket har lite av den presisjon vi
venter oss av en filosofisk eller analytisk fremstilling, det er blomstrende og retorisk og
gjör utstrakt bruk av synonymer. Forfatterens ‘tekniske’ terminologi má derfor behand-
les med stor forsiktighet . . .’ Sama stað, bls. 27-28.
15 Sama stað, bls. 566-569.
16 Mikill ágreiningur hefur t.d. verið um höfund Konungsskuggsjár. Vandvik hélt því
fram að verkið væri eftir fleiri en einn höfund og meira en hálf öld milli þeirra. Paasche
áleit að allt verkið væri eftir Einar Gunnarsson erkibiskup sem dó 1263, og var sú skoð-
un lengi ríkjandi. Johan Schreiner leiddi hins vegar rök að því að Konungsskuggsjá
hefði m.a. verið stefnt gegn þessum sama Einari Gunnarssyni.