Gripla - 01.01.1990, Page 354
350
GRIPLA
Ástæðan fyrir þessu öllu er sú, að í konungsbálkinum er ekki fjallað
um konungdæmi og konungsvald frá sjónarmiði konungsins sjálfs og
fyrir hann. Höfundurinn forðast jafnvel að láta líta svo út, að hann sé
að kenna konunginum lexíu í góðum siðum.66 Bálkurinn er skrifaður
frá sjónarmiði hirðmanna og fyrst og fremst fyrir þá, og fer efnisvalið
eftir því: höfundur gefur lítinn gaum að því sem snertir konunginn
sjálfan persónulega,67 en fjallar um viðskipti hans við þá sem undir
hann eru settir, og eyðir mestu máli í að tala um dómarastarf hans,
þ.e.a.s. starf sem hann gerir ráð fyrir að hirðmennirnir kunni einnig að
taka þátt í sem ráðgjafar o.þ.h.68
Niðurstaðan verður því sú, að þótt konungsbálkurinn sé á vissan
hátt skyldur hinum erlendu ‘furstaspeglum’ og því ‘furstenspiegel-
achtig’ eins og Þjóðverjar myndu segja, er Konungsskuggsjá í heild
sinni ekki angi af þessari bókmenntagrein. Höfundur er ekki aðeins fá-
fróður um þessi erlendu verk, heldur skrifar hann bók sína frá allt
öðru sjónarmiði. Þess vegna geta þær reglur, sem ráða efnisvali og
þeir raunu svo miklu framar vera en aðrir menn um siðu sína og meðferðir sem þeir
verða meiri návistarmenn konungs að þjónustu eða yfirlæti en aðrir menn’ (bls. 43-44).
Hann telur því nauðsynlegt að hirðmenn séu vel siðaðir, því annars ‘verður dæmdur
óhæverskur konungur sjálfur’ (bls. 44). En samkvæmt kenningu hans um ‘óáran’ eða
upplausn í þjóðfélaginu (bls. 51-55) er þessi skoðun röng: ‘(faðir:) Með sama hætti verð-
ur og konungur að gera ef hann verður fyrir þeirri nauðsyn að árgalli kemur í siðu lands-
ins eða manvit, þá fær hann eigi afhent sér sagt ríki sitt og verður heldur fyrir nauðsynja
sakir láta jafnvel yfir fávitrum sem þá var látið yfir spekingum meðan ríki stóð með best-
um tíma og siðum’ (bls. 51). Það eru því ekki bein tengsl milli siðgæða konungsins og al-
mennings: ódyggðir í landinu stafa af öðrum ástæðum, og þeir tímar geta komið að kon-
ungur verði að gera sér að góðu lítt siðaða hirðmenn.
66 Pegar höfundur útskýrir nafn bókarinnar segir hann ekki berum orðum, að kon-
ungur eigi að nota hana til að bæta sína eigin siði: ‘Svo á konungur hver sem einn að sjá
í þessa skuggsjón og líta fyrst á sjálfs síns siðu og þar næst á annarra þeirra sem undir
honum eru, sæma þá alla er góða siðu hafa en temja þá til góðra siða með aga er eigi
mega ógnarlaust numið fá’ (bls. 2). Hvergi er talað um sjálfsaga: Konungur á aðeins að
‘líta á sjálfs síns siðu’ (til að fullvissa sig um að þeir séu góðir? til að nota þá sem fyrir-
mynd?) og síðan siða aðra. Sverre Bagge segir: ‘Han (höfundur) uttaler seg ogsá i flere
sammenhenger kritisk om miljóet ved hirden, men sier sjelden noe som kan oppfattes
som kritikk mot kongen’ (Den politiske ideologi, bls. 233).
67 Helsta undantekningin er ‘konungsbænin’ (bls. 91-97).
68 Sbr. setningar eins og ‘jarðlegir konungar eða aðrir höfðingjar þeir sem yfir dóma
eru skipaðir’ (bls. 88). Einnig er minnst á spekinga sem vanir eru að sitja í dómum með
konungi (bls. 101).