Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Side 12

Eimreiðin - 01.06.1922, Side 12
140 YFIR VATNAH]ALLA OG SPRENGISAND eimreiðiN Bólstaður. Faðmslengd frá árbakkanum stendur kofinn og heitir Bólstaður. Hann er með hurð og strompi, manngengur og rúmgóður fyrir 4 menn til næturvistar. — Kl. var um 7 og óveðrinu sem óðast að slota. Þó var gott að komast í hús og geta farið úr bleytunni og hitað sér mjólk og mat á sprittsuðu- tækjunum, og hvílst eftir erfiði dagsins. Hjálmar hafði eg orðið1 að skilja við, mér til mikilla leiðinda. Hefði gefið mikið til, að hann hefði getað orðið húsaskjólsins aðnjótandi yfir nóttina, eftir dygga fylgd og góða samveru, í stað þess að fara til baka og liggja úti. Hann var Skagfirðingur í húð og hárr meinfyndinn og hagmæltur — sennilega eitthvað í ætt við nafna sinn frá Bólu. — Eftir að áin var prófuð, sneri hann við, þorði ekki að vera vestan hennar næturlangt, ef húrt skyldi vaxa enn meir. Eg var því einn í kofanum um nóttina og dreymdi hús- bændurna þar, Sigurð og Guðbjörgu, sem gerðu mér allan greiða líkt og fólkið á Torfufelli. Sagði konan, að Sigurður sinn myndi fylgja mér á leið næsta dag. Það væri ekki svo oft, sem þau fengju gesti, að annaðhvort væri að þau reyndu að greiða fyrir þeim fáu, sem kæmu. Þótti mér vel í svefnin- um, en einkennilegur draumur er eg vaknaði. Næsti morgunn. Eg vaknaði er birti í strompinn, skreið úr pokanum og gægðist út. Kl. var þá 5, sólin að koma upp yf'r Vatnajökli og himnesk blíða. — En þau viðbrigði! — Hestarnir voru kyrrir; eg færði þá í haga og fór að engu óðslega. Tók mynd af kofanum og hitaði mér súkkulaði. Kl. 6 tók eg hest- ana og lagði af stað eftir að hafa gengið eins vel frá kof- anum og eg gat. Niður með Þjórsá. En sú blíða og fegurð! Eg gat ekki fariö- hart. Nú sá eg jökulskallann í austri og norðri og hið langþráða Arnarfell, sem nú teygði sig suðaustur úr Hofsjökli, — dásamlega tignarlegt! Vestan undir Vatnajökli sáust mjög einkennilegir og fallegir hnúkar, en þaðan til suðurs og suðvesturs Holtamanna afréttir svo langt sem augað eygði. Brátt sá eg enn eitt í norð- vestri sem eg seint mun gleyma. Það voru Kerlingarfjöll. Oðrunt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.