Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 21

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 21
eimreiðin HÁKARLAVEIÐIN 149 nóg að starfa: greiða lóðaflækjurnar, gera við gamlar lóðir og setja upp nýjar — og eigi þótti heldur fýsilegt að hætta veið- arfærum sínum í opnar klær botnvörpungsins. öndir kvöldið hætti botnvörpungurinn veiðum og lagðist við akkeri skamt fyrir innan Bótina. Snemma morguns hafði Þórður komið til sjávar og skipað ^önnum sínum fyrir verkum. Að því loknu hafði hann haldið heim og síðan eigi látið sjá sig. En skömmu eftir að botn- vörpungurinn var lagstur við akkeri, gekk Þórður til sjávar og hélt til sjóbúðar þeirrar, er skipshafnirnar á bátum hans bjuggu í' Búðin var lítið hús úr timbri, þakið járnkl.ætt, og tjöru- PaPpi negldur á hliðarnar. Menn voru hættir vinnu og sátu hingað og þangað um búðina, þegar Þórður kom inn. — Sælir, sagði hann stuttlega og settist á fremsta rúmið í búðinni. Hann sat um stund þegjandi og hallaðist fram á hendur sínar. ~~ Blessað er nú veðrið, sagði annar formaðurinn, sem Andrés hét. Best að nota það þá, sagði Þórður og leit á Andrés. Andrési varð orðfall. Hann sá að eigi lá sem best á Þórði. E° eitthvert erindi hlaut hann að eiga. Hann var ekki vanur koma erindisleysu. Hann hafði ekki einu sinni spurt eftir tví, hve mikið hefði verið unnið. Því var hann þó vanur. Best að nota góðviðrið í nótt piltar. Eg var nú svona há'ft um hálft að hugsa um það, sagði Þórður eftir nokkra bögn. Glotti hann kaldlega, en leit þó eigi upp. - Ha, var hann að gera að gamni sínu? En þögn var í búðinni sem áður. ~~ Jæja, piltar, sagði loks Þórður — við skulum kippa rarn áttæringnum. Vkkur langar auðvitað í hákarlalegu. Áttæringnum? í hákarlalegu? Nú var litið upp all for- vtnilega. En umhugsunarfresturinn var eigi langur, því að nú stóð Þórður upp og snaraðist út úr búðinni. ^kipshafnirnar stóðu á fætur. En ekki gafst nú tími til samræðu. Aftæringurinn, hákarlaskipið, var settur fram og látnar í ann tíu árar. Hásetarnir tóku eftir því, að ræðin voru vafin PVkkum striga.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.