Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.06.1922, Blaðsíða 26
154 HÁKARLAVEIÐIN eimreiðin — EUki er nú alt búið enn þá, sagði hann gletnislega og sneri sér að skipstjóranum, sem nú hafði frjálsar hendur. — Nú, Engelskmann, þá er að verja sig, því nú ætlar Is- landsmann að gefa þér á hann, þótt gamall sé! mælti Þórður, steytti hnefann og gekk nokkur skref aftur á bak. Glampa brá fyrir í augum Englendingsins, og óðar en Þórð varði fékk hann svo mikið högg á milli augnanna, að hann reikaði. En hans högg varð Englendingnum full þungt, því að hann datt aftur á bak og bærði ekki á sér. — Bölvaður nokkur, sagði Gísli, og hlakkaði í honum — þetta er víst ekki í fyrsta skifti, sem hann gefur manni á hann. Þú ert illa meiddur, Þórður. — O, ekki held eg stórlega, sagði Þórður og strauk af sér mesta blóðið með handarjaðrinum. — En komdu nú strax, nú dugir ekkert dund, sagði hann enn fremur. Þeir gengu út á stjórnpallinn. — Komið þið nú piltar, og verið nú einu sinni fljótir, kall- aði Þórður fullum hálsi til manna sinna. Eigi voru þeir fyr komnir í bátinn, en hávaði og gaura- gangur heyrðist á skipinu. Brátt skarkaði í vinduhjólunum og suðandi gufan braust út eins og grátt ský í sortann. — Róið þið nú, róið þið nú, sagði Þórður og barði hnef- anum í borðstokkinn. Hann sneri bátnum þangað, sem styst var til lands, og innan skamms huldi myrkrið hann augum Eng- lendinganna, sem búast mátti við að einkis svifust, ef kostur gæfist á hefndum. Daginn eftir var botnvörpungurinn horfinn. — Þórður skifti peningunum milli fátækustu hásetanna í Bótinni. Sjálfum sér hefir hann að líkindum ætlað ánægjuna, þó að eigi bæri hann hana eins utan á sér og Gísli sem lék við hvern sinn fingur. En þegar Þórður er kendur, hefir hann orð á því, að aldrei hafi hann fyrir hitt lélegri hákarla en þá ensku. — En há- karlar eru þeir nú samt, helvítin þau arna! bætir hann jafnan við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.