Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Page 28

Eimreiðin - 01.06.1922, Page 28
156 BÓKASAFN HINS HÉGÓMAG]ARNA eimreiðiN Og smiðir höfðu hússins besta stað í himinfagra lestrarstofu breytt; þá bölvaði’ hann með sjálfum sér og kvað: »Nú sé eg eitt! Það kostar meira fé en hélt eg fyrst að fylla þennan geysistóra sal með dýrar bækur. — Betur smiðsins list því breyta skal. Því þegar bókasafn í hús er sett til sýnis — þá er heimska’ að eyða fé, og bækur mætti gera’ og gylla nett úr góðu tré. Já, heillaráð er þetta — það skal gert!« — — Hann þúsund þúsund spýtukubba tók og gylti, svo ei sæist efnið bert. — Hver sýndist bók. Hann sagði: »Skálda’ og skrifkonunga nöfn með skreyttu letri á hverjum kili sjást; og þeir, sem heyrðu’ um þjóðhöfðingja söfn, að þessu dást«. I bókasafnið sitt með ótal »rit« hann sagðist hafa varið geysi fé; og fólkið sá þar lærdómsvott og vit — þó væri tré. I öllum heimi enginn var svo stór að ætti jafnmörg ritverk, smá og stór. I sjálfs sín augum eigandinn varð stór. — Já, afarstór. í »Iestrarsalnum« gekk hann oft um gólf; með gleðibrosi stríað höfuð skók

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.