Eimreiðin


Eimreiðin - 01.06.1922, Side 62

Eimreiðin - 01.06.1922, Side 62
190 R1TS]Á EIMREIÐIN sem einstök skáld hafa notað mikið og náð sérstökum fastatökum á, verða svo að segja þeirra málrómur, og það er afar erfitt fyrir aðra að nota svo, að ekki líkist eftirhermu. Þetta sést bæði á þessum kvæðum, og þó ekki síður á kvæðum eins og „Sólskinsdagur" þar sem háttur Stefáns frá Hvítadal er notaður. Skal eg ekki fara frekar út í þetta, því ef eg man rétt hefir áður verið bent á þetta eða eitthvað^ í þá átt. Það er að eins viðvörun. Þá er þátturinn „Sjómenn", sem ýmsum þykir bestur f bókinni, og verður því ekki neitað, að margt er vel sagt í þessum bálki. Það er t. d. falleg og sönn lýsing á sólgliti á smásævi þefta: Sólin greiðir á glampandi leiðir sitt geislahár. En óþarfi er að láta Hafnar-Björn halda um „hjálmunvöl'1 (stýrissveif) á bls. 45, en strengja um herðar „stjórntaumana báða“ síðar í sama kvæði (bls. 49). Og orðin eru óþarflega mörg. Næst koma svo kaflarnir „Villiblóm" og „Heima“ og loks „Menn og rninni", sem er eftirmæli og slíkt. Vfirleitt verð eg að segja um allan þorra þessara kvæða, að þau hafa ofmikið af sterkum slagorðum og alþektum gömlum sannleiksmolum, dubbuðum í einskonar spariföf, sem fara þó ekki vel. Við skulum taka t. d. kvæðið „Draumurinn". Það er ekkert annað en þetta gamla að guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu, alt er gott sem gerði hann. En hér kemur þetta fram í heillangri sögu og draumsýn, og í þeim tóni, eins og hér væri fundinn einhver nýr sannleikur. Og búningurinn finst mér afar óeðlilegur, að dreyma að maður sé orðinn guð yfir öllum heiminum! Og svo ætlar hann auðvitað, eins og allar nýjar stjórnir, að lagfæra á einni svipan það sem aflaga hefir farið hjá klaufanum, sem var næst á undan en það mishepnast o. s. frv. Þetta er ekki skáldskapur, Kolbeinn. Mikiu eru fallegri einfaldari kvæðin, eins og t. d. „Sólseturstöfrar". Það er lýrisk æð í höf. þessarra kvæða, en honum hættir við því að ætla sér ekki af og nota um of háfleyg og rósótt orðatiltæki, sem ekki klæða efnið. /M. 7-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.