Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 12
268
SUÐURF0RIN
eimreiðin
Sveinsson og Bjarna Magnússon og fékk eifthvað fyrir það;
annað gerði eg ekki, og orti ekkert. Styrksins naut eg ekki,
svo niikill sem hann var, lengur en til vorsins, en eg sá engan
útveg til að geta unnið fyrir mér; færi eg heim — hvað gat
þá tekið við? Eg átti ekkert athvarf.
Þá vildi svo til að Djúnki kom norðan af Finnmörk sama
daginn og Olafur Gunnlaugsen frá Rómaborg, og vissi hvor-
ugur af annars ferð. Eg fór þá til Ólafs og sagði honum frá
ástandi mínu, en hann réði mér strax til að fara til Djúnka
— annað var ekki fyrir. Djúnki tók mér báðum höndum, guðs
feginn af að geta nú frelsað eina sálu frá þeirri forarganlegu
viliu Lúthers og viss uni að hafa nú fengið rammkatólskan
kandidat, og svo fluttum við nú allir saman upp á Djúnka
reikning, og þetta Tríumvírat bjó í Vingaardsstræti í stórum
stofum; þar gerði Djúnki altari úr skrifborði og messaði fyrir
okkur á hverjum morgni, en við hlustuðum á og vorum ekki
fjarskalega andaktugir. Einu sinni var Djúnki að messa, en
alt í einu í miðri messunni fer hann frá altarinu og úr skónuni,
og dregur á sig sfóreflis selskinnsstígvél, og fer síðan aftur að
aitarinu og hélt áfram messunni. Við Ólafur ætluðum að springa.
Með þessu móti var eg skilinn við Islendinga; þeir álitu
mig svo sem týndan sauð og vildu ekkert eiga við mig. Sivert
Hansen, Stefán Thorstensen og Gunnlaugur Þórðarson voru
þeir einustu, sem voru óbreyttir við mig. Annars kom Djúnki
tii ýmsra íslendinga, og þeir til hans, því þeir fengu vín hja
honum, með því Djúnki drakk alt af jafnharðan; hann var
gáfaður og víða heima, en risti ekki djúpt í neinu. Hann
þá út Lilju, og skrifaði eg hana upp undir prentun og snert
henni á Iatínu í prósa, og held eg sú prentun sé ekki vern
en aðrar, þó hennar sé hvergi getið. Djúnki var í minna lag'
meðalmaður vexti, rússneskur, gulur í andliti og skakkeyguf.
ófríður og svipaður Mongólum; hann var óspar á fé enda
hafði hann mikið, en ekki fékk eg neift hjá honum, beiddist
heldur einskis, en lét mér nægja með að lifa. Síðan fluttum
við út á »Strandvejen« og höfðum þar heilf hús, og var stof
grasflötur þaðan og ofan að sjónum, og mjög fagurt; þar var
Djúnki vanur að ganga einn á kvöldin og lesa bænir sínar ur
Brevíaríó; en annað Brevíaríuni hafði hann einnig, sem var