Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Side 14

Eimreiðin - 01.12.1922, Side 14
270 SUÐURF0RIN EIMREIÐIN Engu að síður hafði eg gotf af þessu; eg komst út úr Hafn- arlífinu og frá fslendinguni, sem fyrirlitu mig, og ekhert höfðu gerf fyrir mig nema ilt eitt, og eg gerði mér gott af því, sem eg sá, þó mér þætti það ekki sérlega merkilegt. íslandi gleymdi eg aldrei, og bera vitni um það ýms kvæði, sem eg gerði þá- Við ókum á járnbrautunum á harðaflugi fram hjá borgum og bæjum — eg sá stráka fyrir neðan brautina, sem voru að reyna, hvort þeir gætu hlaupið eins fljótt — eg sá hesta, sem hristu makkana í sólargeislunum, eins og þeir væru að reyna að hrista þá af sér, en þeir gátu það ekki — mér datt í hug, að svona færum við að líka, við reyndum til að hrista af okkur það góða, sem okkur er gefið, en við getum það þó ekki ætíð — eða við erum ekki látnir geta það. Sumstaðar gengu alvarlegir storkar og litu ekki við, en gufuvagninn fór áfram með ískri og blístri — það var óskáldlegt! Þá var nokkuð öðruvísi, þegar SchiIIer og Goethe fóru um Þýska- land og suður á Italíu, eða ætli Heine hefði gert »Reise- bilder« eins yndislega úr garði, ef hann hefði verið keyrður inn í járnbrautarklefa og hvinið á honum í loftinum, svo að alt sýndist hringsnúast? Hvernig sem er, þá hafa engin skáld vorra prísuðu uppfyndinga- og gufumagns-tíma getað jafnast við hina fyrri menn, hvað svo sem skálddómendur og blaða- menn segja — eg tel ísland ekki hér með, því það á engar járnbrautir og hefir ekkert við þær að gera. Það hefir oftar en einu sinni verið kvartað yfir, að þessi »civilisation«, sem köiluð er svo (sem raunar er að miklu leyti Barbari, nema i augum materíalista og slógbelgja), þessi gufumagns- og rafur- magns-sótt eyðilegði skáldskapinn, og víst er um það, að hann hverfur um leið og menn kúga náttúruna til að hlýða sér. Við ókum á járnbrautarlestinni til Celle (sem eg kallaði »Selju«), þar sem hin fagra drotning Karólína Matthildur sat síðasta hluta æfi sinnar, sorgmædd og þjáð; þar orti eg vísur tvær með fornyrðalagi, sem eg sendi M. Goldsmith til Hafnar, en hann lét prenta þær í »Nord og Syd«, ásamt hinum gam- anvísunum, sem eg orti á ýmsum málum, og þaðan komust þær í aðra útgáfu af »Snót«, alt að mér fornspurðum; vís' urnar »SaIve, mi bone fons« gerði eg í gestgjafahúsi einhver- staðar nálægt Rín, en annars var öll ferðin ómerkileg. Vi®
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.