Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Page 26

Eimreiðin - 01.12.1922, Page 26
282 SUÐURF0RIN eimreiðin Einu sinni vorum við allir reknir í kirkju, og þar prédikaði einhver drumbur á latínu, með svo þrumandi röddu að eg gleymi því aldrei; »Qui facit peccatum, servus fit peccati®1). þrumaði hann hvað eftir annað, en við vorum jafn miklir peccatores2) eftir sem áður. Einhverntíma um sumarið kom Bernard, sem var hér á íslandi, og gaf okkur Ólafi sinn fim- tíu franka seðilinn hverjum, sagði það skyldi vera fyrir tóbak. Þegar eg hafði verið þarna um sumarið, og engin líkindi voru til að eg gerði neitt — því hvað átti eg að gera, e9 hafði hvorki list né þrek til að reyna til að verða »katólskur doktor« — það hefði verið alveg þýðingarlaust fyrir mig o9 hlægilegt, enda hefi eg aldrei haft neina tilfinningu fyrir slíku tildri, þó eg léti tilleiðast að reyna það í Höfn, sem síðar niun sagt verða — þá kom okkur Ólafi saman um, að eg skyldi fara til Hafnar aftur — út í bláinn eins og vant var — o9 varð eg raunar feginn að komast aftur norðureftir. Hvað hafði eg þá unnið með þessari ferð og dvöl? í fyrsta lagi hafði eg unnið það, að eg ekki fór svo búinn heim til Islands, því þar hefði ekkert legið fyrir mér nema verða skrifari eða eitthvað ekki betra. I öðru lagi hafði eg í raun- inni lært mikið og auðgast að þekkingu; skáldgáfa mín komst á miklu hærra stig en áður, og allar þessar raunir höfðu hreinsað mig en ekki beygt mig, því eg gekk út úr þeim. alveg með fullum kröftum, eða fremur með meiri kröftum en eg hafði áður haft, nema hvað flaskan tældi mig altaf með köflum. Enn fremur hafði þessi ferð haft áhrif á trú mína, en raunar á alt annan hátt en til var ætlast, því að þar sem átti að eyðileggja mína barnatrú, og gefa mér óbrigðula helgidóma- trú, þá varð eg fullur af efasemdum, með því eg gat ekki fundið að katólskan bætti fólkið hið minsta; eg fann að þa^ var engu betra en hitt, og trúarsetningar, eða trúarboð, sem eru uppfundin af mönnum og það seint, og smátt og smátt löngu eftir Krist, höfðu engin áhrif á mig. Eg kom því þessu sem miklu meiri prótestant en eg hafði áður verið, ÞV1 eg prótesteraði móti ótal hlutum, sem mér aldrei hafði áður dottið í hug að neita. ') Hver sem synd drýgir verður þræll syndarinnar. -) Syndarar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.