Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 26
282
SUÐURF0RIN
eimreiðin
Einu sinni vorum við allir reknir í kirkju, og þar prédikaði
einhver drumbur á latínu, með svo þrumandi röddu að eg
gleymi því aldrei; »Qui facit peccatum, servus fit peccati®1).
þrumaði hann hvað eftir annað, en við vorum jafn miklir
peccatores2) eftir sem áður. Einhverntíma um sumarið kom
Bernard, sem var hér á íslandi, og gaf okkur Ólafi sinn fim-
tíu franka seðilinn hverjum, sagði það skyldi vera fyrir tóbak.
Þegar eg hafði verið þarna um sumarið, og engin líkindi
voru til að eg gerði neitt — því hvað átti eg að gera, e9
hafði hvorki list né þrek til að reyna til að verða »katólskur
doktor« — það hefði verið alveg þýðingarlaust fyrir mig o9
hlægilegt, enda hefi eg aldrei haft neina tilfinningu fyrir slíku
tildri, þó eg léti tilleiðast að reyna það í Höfn, sem síðar niun
sagt verða — þá kom okkur Ólafi saman um, að eg skyldi
fara til Hafnar aftur — út í bláinn eins og vant var — o9
varð eg raunar feginn að komast aftur norðureftir.
Hvað hafði eg þá unnið með þessari ferð og dvöl? í fyrsta
lagi hafði eg unnið það, að eg ekki fór svo búinn heim til
Islands, því þar hefði ekkert legið fyrir mér nema verða
skrifari eða eitthvað ekki betra. I öðru lagi hafði eg í raun-
inni lært mikið og auðgast að þekkingu; skáldgáfa mín komst
á miklu hærra stig en áður, og allar þessar raunir höfðu
hreinsað mig en ekki beygt mig, því eg gekk út úr þeim.
alveg með fullum kröftum, eða fremur með meiri kröftum en
eg hafði áður haft, nema hvað flaskan tældi mig altaf með
köflum. Enn fremur hafði þessi ferð haft áhrif á trú mína, en
raunar á alt annan hátt en til var ætlast, því að þar sem átti
að eyðileggja mína barnatrú, og gefa mér óbrigðula helgidóma-
trú, þá varð eg fullur af efasemdum, með því eg gat ekki
fundið að katólskan bætti fólkið hið minsta; eg fann að þa^
var engu betra en hitt, og trúarsetningar, eða trúarboð, sem
eru uppfundin af mönnum og það seint, og smátt og smátt
löngu eftir Krist, höfðu engin áhrif á mig. Eg kom því
þessu sem miklu meiri prótestant en eg hafði áður verið, ÞV1
eg prótesteraði móti ótal hlutum, sem mér aldrei hafði áður
dottið í hug að neita.
') Hver sem synd drýgir verður þræll syndarinnar.
-) Syndarar.