Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 65
eimreiðin
SÆMUNDUR FRÓÐI
321
prests. Bar til þess það tvent, að það var í raun réttri eina
leiðin til lærdóms-frama, og svo hitt, að það lá hér í landi
frá heiðni, að höfðinginn væri einnig prestur, væri »goði« í
fyllstu merkingu þess orðs, sameinaði mannaforráð og prests-
þjónustu. Faðir hans var lærður maður og gat því kent hon-
um. Sonur hans var prestur og sonarsonur hans, ]ón Lofts-
son, var og lærður maður og hafði vígslur þótt ekki væri
hann prestur, því að það var þá að færast úr tísku, og þetta
sýnist því hafa verið siðvenja í ættinni.
Líklega hefir Sæmundur farið utan mjög ungur að aldri,
því að svo sýnist sem hann hafi verið töluvert lengi ytra, þó
að það muni ofmælt, að hann hafi verið búinn að gleyma
uafni sínu ætt og öllu, en samt er hann ekki nema um tví-
fugt þegar hann kemur heim aftur. Það er þessi utanför, sem
verður svo afdrifarík fyrir minningu Sæmundar, því að hún
er grundvöllur galdrasagnanna af honum. Mönnum hefir þótt
nám hans standa kynja lengi, og lærdómur hans, er heim
k°m, óskiljanlega mikill og ægilegur.
Það var heilagur jón Ogmundsson, sem kom með Sæmund
heim með sér, er hann kom sunnan frá Rómaborg. Er þetta
Sagt jóni til hróss, en sé nánar að hugað snýst það Sæmundi
meira til lofs, og verður úr því eitthvert hið mesta lof, sem
Urn nokkurn íslending hefir sagt verið. I sögu jóns segir svo:
*■ Eigi hæfir annað en geta þess við, hversu mikið lið íslensk-
Ufn mönnum varð, jafnvel utanlands sem hér, að hinum heilaga
3óni biskupi. Teljum vér þann hlut fyrstan til þess, að hann
sPandi út hingað með sér Sæmund Sigfússon, þann mann, er
emhver hefir enn verið mestur nytjamaður guðs kristni á
t*essu landi og hafði verið lengi utan, svo að ekki spurðist til
hans«. Það er nú fyrir sig, að vera kallaður einhver mesti
nYt)amaður guðs kristni á landinu, en hitt lofið er miklu meira,
Se>n í því er fólgið, að það skuli vera reiknað með ágætis-
;erkum sjálfs jóns Ogmundssonar, að hann kom Sæmundi
e>m! En þessi ummæli jónssögu eru einnig afbragðs dæmi
á það, sem áður hefir verið sagt um frægð Sæmundar.
er er ausið á hann lofi ómælt, en ekki vikið einu orði að
PVl> á hvern hátt eða með hverju hann hafi orðið þessi mikli
snytjamaður guðs kristni«. Ari getur þess einnig meðal þeirra
21
l