Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 91
■EIMREIÐIN
DR. LOUIS WESTENRA SAMBON
347
um ályktunum af athugunum, er öðrum dylst hvaða samband
sé á milli, enda hefir Sir James Cantlie, ritstjóri tímaritsins
»The ]ournal of Tropical Medicine and Hygiene«, lofsungið
hann sem sannan brautryðjanda og sagt, að þegar Manson sé
frá talinn, þá hafi líklega enginn af þeim, sem fást við rann-
sóknir hitabeltissjúkdóma, komið fram með jafnmargar nýjar
hugmyndir eða reynst slíkur spámaður sem dr. Sambon.
Eg hefi verið svo lánsamur, að kynnast dr. Sambon nokk-
uð, er hann kom hingað í fyrra um það leyti, sem konungur
var hér, og svo aftur í London núna í haust, og eg held eg
hafi engan mann hitt, er mér virtist svo undarlega víðfeðmur.
Ætterni hans og uppeldi veldur þar eflaust miklu. Hann hefir
eins og vér sáum, snemma byrjað að lesa í hinni miklu bók
náttúrunnar, enda virðist hann ótrúlega vel heima þar, hvar
sem á er gripið. En jafnframt er hann fornmenjafræðingur,
'tieð lifandi áhuga á sögu menningarinnar, jafnt verkfæra sem
vísinda. Eg hefi t. d. séð hjá honum fullbúið handrit að sögu
lampans, annað í smíðum, um samband milli gamla heimsins
°9 Vesturheims í fornöld. Hann hefir mjög lagt stund á sögu
læknislistarinnar, og árið 1893, er hann var í framkvæmda-
uefnd læknisfræðilegrar sýningar í sambandi við 11. alþjóða-
fund lækna í Róm, kom hann því til leiðar, að sýningin varð
lafnframt gerð söguleg, og undirbjó sýningu á læknaáhöldum,
bókum og hverju öðru, er læknislistina snerti, alt frá elstu
ttmum. Var þetta hin fyrsta sýning þeirrar tegundar. Átti hann
^jálfur mikið safn slíkra hluta, og er það nú í hinu óviðjafn-
anlega safni fyrir sögu læknislistarinnar, sem auðmaðurinn
Henry S. Wellcome hefir stofnað í London, og dr. Sambon
mikinn þátt í að útbúa: The We/Icome HistoricaI Medical
^useum. Dr. Sambon minnir á orð Hippokratesar: »Margar
a9ætar uppgötvanir hafa verið gerðar á umliðnum öldum, og
margar munu vissulega á eftir fara, ef hæfir menn þekkja til
^Us hinar fornu uppgötvanir og gera þær að grundvelli rannsókna
smna«. Þetta gerir dr. Sambon í hvívetna. Um hvað sem hann
r'tar, þá leiftra þar tilvitnanir hvaðanæfa, jafnt framan úr forn-
eskju sem úr athugunum og þjóðtrú alþýðunnar, sem oft býr
Vfir dýrmætri reynslu. Og þessar tilvitnanir þyngja þó ekki
fi'amsetningu hans fremur en næringarefnin straum blóðsins í