Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1924, Side 38

Eimreiðin - 01.07.1924, Side 38
230 ÞÁTTUR AF AGLI Á BERGI EIMREIÐlN Þannig liðu árin, eitt af öðru, með þögli og þungum hug. Þóra gekh að verkum sínum með enn þá meiri ákafa en áður, en oft hrundu tár um hrukkóttar kinnar henni. Loks tók Egill að vanraekja búskapinn, og pilturinn, sem þau höfðu tekið af bróður Þóru, varð að taka útiverkin að mestu leyti á sitt bak. En Egill gekk um, myrkur á svip. hvarflaði augunum fram og aftur eða starði út í loftið, eins og milli svefns og vöku. Oft tók Þóra eftir því, að hann horfði undarlega á hana. Og nokkrum sinnum kom hún að honum úti í hlöðu, þar sem hann sat á meisnum og starði inn 1 myrkrið í geilinni. — Guð almáttugur hjálpi mér, sagði hún og stundi þungan- Og hún reyndi að lesa allar þær kröftugustu bænir, sem hun kunni. En hvorki Englabrynja né Karlamagnúsarbæn dugðu hið minsta. Henni sjálfri Iétti í svipinn við að lesa þær, en Agli virtist ekki bregða til hins betra. Hann varð æ meira og meira utan við sig — og honum hrörnaði óðum. Þá er þessu hafði farið fram nokkur ár, lagðist hann 1 rúmið. Og brátt tók Þóru að gruna, að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Marga stundina sat hún hjá honum og virti áhyggjU' full fyrir sér drættina, sem angist og kvöl höfðu rist í andlit honum. Oft hafði hún brotið heilann um það, af hverju þunglyndi hans stafaði. En hún i.afði aldrei komist að neinni niðurstöðu. Svo var það eitt sinn, að hún síðla dags var frammi í eld- húsi. Hún hugsaði að vanda um Egil og sálarkvöl hans, og henni fanst það óþolandi tilhugsun, að hann ætti nú að deyja- án þess að hún vissi, hvað amaði að.honum og gæti gert eitt- hvað til að bæta úr því. Húnjók að rifja upp fyrir sér það, sem á dagana hafði drifið, síðan þau komu saman. Fyrri árin voru eins og döggvot grundin á fögrum vordegi, en síðari árin eins og eyðisandur, þar sem alt er ömurlegt — og ilt er að átta sig. En hún mintist ekki neins í orðum sínum eða gerðum, sem gæti verið orsökin til sálarkvala Egils. En alt í einu misti hún bollann sem hún hélt á. — — Heyið, sem hún tók handa Skrautu. Að henni skykh ekki detta þetta fyr í hug. Hún hafði farið svo varlega og verið svo örugg um, að hann hefði ekki haft minstu hugmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.