Alþýðublaðið - 06.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.06.1923, Blaðsíða 2
s Yfirlit. V. PISTILL. Stéttastríð, Eitt at vígorðum þeim, sem auðvaldið hefir mjög*notað við andstöðuiðju gegn verklýðsfélags- skapnum, er, að með félagsstarfi sínu væru verkamenn að vekja óróa í laodinu og hafi myndað stríð milii atvinnurekanda og verkamanna. E>að hafi verið betra hér áður, í gamla daga, þegar engin slík télög voru og allir voru ánægðir með sitt hiutskifti, aem þeim af guðs náð og góðra manna (góðir menn þýddi og þýðir enn: þeir, sem eitthvað talsvert eiga) var úthlutað. En hverjir hafa myndað þetta stéttastríð ? Pað skal ég nú upplýsa. Ég get það; ég er svo gamall. Fyrsta félegið til verndar hags- munum einnar stéttar var stofn- að laust fyrir síðustu aldamót af útgerðarmönnum þilskipa við laxaflóa. Var það stofnað aðal- lega í þeim tilgangi að vinna á móti kröfum sjómanna á skútum um betra fæði. Sjómenn höfðu þá ekki neinn télagsskap, en voru óánægðir með fæðið, sem var mjög lítilfjörlegt. Sérstaklega var matartilbúningur í mesta, ólagi, þar sem til eldamensku voru vanalega teknir drengir innan fermingaraldurs. Annað, sem sérstaklega greindi á um, var salt og verkunarlaun. Oftast voru hásetar ráðnir upp á helm- ing afla og að borga sait f sinn hluta og verkunarlaun. Var hvort tveggja ákveðið fyrir fram. Héldu hásetar. þvf fram, að þeir borg- uðu meira e,n þeim bæri og stundum alt saltið í afla skipsins, líka hlut útgérðarmannsins. Þess- ar raddir voru kringum 1890—93 orðnar töluvert háværar, og þá var það, að útgerðarmenn mynd- uðu Útgerðarmannafélagið, mest f þeim tilgangi að kæfa niður þessar kvartanir háseta, enda byrjuðu þeir strax á því að minka fæði. Til dæmis var hverjum sjómanni ætlað um vik- una 1 V2 rúgbráuð, en útgerðar- menn viidu færa það niður í 1, draga af x/a brauðið. Var það töluvert í flimtingum haft, enda Aljiýðubrauðoerðin framleiðir að allra dómi beztu toauðin 1 bænum, Notar aö eins bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum mylnum og aðrar vörur frá helztu firmum í Ameríku, Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. tókst sá matar-afdráttur yfirleitt ekki, mest fyrir það, að skip- stjórum var mörgum illa við að svelta menn sína. í staðinn fyrir aíð lækka salt- og verkunar-gjaldið vildu útgerðarmenn hækka það um tvær krónur. Nú sáu sjómenn, að hér var hætta á ferðum, og þeir þurftu því með einhverju móti að verjast því, að þeir yrðu kúgáðir meira en orðið var, og þá var það, að fyrsta verklýðs- félagið, sjómannafélagið >Báran<, vár stofnað, ekki til að hefja stéttastríð, hefdur til að verjast yfirgangi þeirra, er hnfið höfðu stéttastríðið, atvinnurekendanna. Ég býst við, að það hefði orðið vinsælast meðal auðvalds- ins, að þeir hefðu verið látnir einir um hituna að stofna og starfrækja félög til að halda verkálýðnum niðri, enda kom það fljótt á daginn, að ettir að »Báran< var stotnuð, þá fóru útgerðarmenn að kvarta undan, að stofnun slfks félags vekti óróa og gerði samlyndið verra. Sjómenn ættu að fela þeim, út- gerðarmönnum, algerlega að sjá um heill og hag bæði skipa og manna. Sjómenn ættu yfirleitt ekki að hugsa um annað en að draga fisk og taka á móti þvf, sem útgerðármeon skömtuðu þeim. Sams konar hugsun kom fram á alþingi, þegar Skúli Thorodd- sen flutti ftumvarpið um borgun verkakaups í peningum. ÞáTiéldu atvinnurekendur þeir, er á þingi sátu, því fram, að sjómönnum og verkamönnum mætti ekki borga í peningum; þeir kynnu ekki með þá að fara; þeir, kaupmenn og útgerðarmenn, ættu sem sagt að skamta þeim daglega í pott- inn og annast um, að þeir hefðu engin lífsþægindi, svo þeir íæru Konu r! Muuið eltip að biðja um Slmára gimjöpiíkið. Dæmið sjálfar uin gæðin. fH^Smjórlikisgeróin i fieykjavífc Islenzkar vörur ágœtar tegundir seljunt vér í heiidsölus DilkákjOt 112 kgr. í tunnul*g . Sauðakjét 112 — - — Do. 130 — - — J * Tólg í skjöldum og smástykkj- um mjög hentugum tií smásölu. Kæfa í belgjum. Spegepylsa o. íi. Gerið svo vel að spyrja um verð og vörugæði hjá oss, áður en þér festið kaup annars staðar. Slátupfél. Suðus*lauds Sími 249, tvser línur. ekki að gera einhverjar kröfur til Iffsins og taka upp á þeim skratta að ætla sér að vera menn. Þegar tildiögin og upphefið að stéttafélagsskap er athugað, þá sést það, að það er auðvald- ið, sem hefir knúð hann fram, í fyrsta lagi með harðýðgi sinni og yfirdrottnun, misbeiting á valdi afls þess, sem heitir peningar» tilraunum sfnum að halda hinum lítifs megandi stéttum í dróms /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.